Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Qupperneq 62
Foch þá tekinn í fótgönguliðssveit eina, tæpra 19
ára gainall, en áður en heræfingum hans yrði lokið
og hann kæmist á vígvöllinn, lauk ófriðnum skyndi-
lega og biðu Frakkar mikinn ósigur. Fékk petta alt-
saman mjög á hinn unga ættjarðarvin, en kjarkur
og skynsemd vísaði þar sem oftar veginn út úr
ógöngunum. Hann hélt námi sínu áfram af kappi og
var tekinn næsta ár (1871) i fjöllistaskólann í Nancy.
Tveim árum síðar tók hann að stunda nám við her-
foringjaskóla, þar sem annarstaðar talinn afbragð
annara að skarpleik og allri greind. Lagði hann ekki
árar í bát að loknu »námi«, og má alt líf hans kall-
ast óslitin skólaganga, því að aldrei var þrot á elju
hans og samvizkusemi. Hann vissi sem var, að eng-
inn verður óbarinn biskup og að það er margra ára
verk og vandasamt, að búa sig nógsamlega undir
það, að geta sýnt það snarræði og þá herkænsku,
sem af góðum herforingja verður krafist, er á hólm-
inn kemur. Arið 1895 var hann gerður kennari við
herforingjaskólann, þar sem hann hafði áður numið,
og hafa fyrirlestrar hans þar verið gefnir út í
2 stórum bindum. Pykja þeir snildarverk í sinni
röð og lýsa óvenjulegri skarpskygni og rökvísi; er
til þess tekið, hversu framsetning málsins er ljós,
látlaus og þó veigamikil. Og ekki laust við, að her-
foringjanum og ritsnillingnum svipi þar til Júlíusar
Caesars hins rómverska, er uppi var tuttugu öldum
áður. Árið 1901 brá svo kynlega við, að Foch varö
að hverfa frá skólanum um skeið. Var látið heita
svo, að kenningar hans væru ekki sem heppilegastar
skólanum, en mun þó reyndar hafa verið um undir-
róður að ræða. Og 6 árum síðar vildi þáverandi
hermálaráðherra fá honum forstöðu skólans í hend-
ur, en þar var við ramman reip að draga, er við
forsætisráðherrann var að etja, því að honum var
um þær mundir fremur lítið um Foch gefið, þó að
aldrei hefði hann séð hann né við hann talað. Fór
(28)