Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 96
um í félaginu eru stimpilskyld, ef félagssamningurinn
var stimpilskyldur, en ella eigi.
31. gr. Skuldabréf og tryggingarbréf stimplast með
3°/oo, ef skuldin ber vexti og er trygð með veði eða
ábyrgð, en annars með l°/o», og telst brot úr þús-
undi heilt púsund, ef bréfið er yfir 1000 kr. — Skulda-
bréf, sem ekki nema meiru en 200 kr., eru stimpil-
frjáls, þegar skuldin ber eigi vexti og engin trygging
er sett.
32. gr. Ef veðréttur er stofnaður eða trygging er
sett fyrir væntanlegri eða óákveðinni skuld, skal
reikna stimpilgjaldið eftir þeirri upphæð, sem frekast
er ætlast til að tryggja.
33. gr. Þegar skuld er endurnýjuð með nýju bréfi
(novatio) eða skuld er færð yfir á annars manns nafn
(delegatio), greiðist helmingur gjalds þess, er I 31. gr.
segir.
3í. gr. Framsal á skuld stimpast eftir reglunum
i 31. gr.
35. gr. Víxlar og samþyktar ávisanir, nema tékkar,
stimplast eins og hér segir: 200 kr. eða minna með
20 au., frá 200—400 kr. með 40., frá 400— 600 kr. með
60 au., 800—1000 kr. með 1 kr. — Ef fjárhæðin er
hærri, skal stimpla skjöl þessi með 1 kr. af þúsundi
eða broti úr þúsundi. — Endurnýjaður víxill telst
nýr víxill.
36. gr. Nú hljóðar víxill eða samþykt ávísun um
borgun í erlendri mynt, og reiknast þá stimpilgjaldið
eftir bankagangverði þeirrar myntar hér á landi á
þeim tíma, er stimplun fer fram.
37. gr. Ef veð eða ábyrgð er áskilin í vixli, stimpl-
ast hann eins og veðtrygt skuldabréf. — Framsöl á
víxlum og samþyktum ávísunum eru eigi stimpil-
skyld. — Ef skjal fullnægir eigi kröfum löggjafarinn-
ar um vixla, stimplast það sem skuldabréf.
38. gr. Lífsábyrgðarskirteini stimplast með einum
•af þúsundi eða broti úr þúsundi af lífsábvrgðarfjár-
(62)