Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 101
— Skattgjald innlendra félaga og stofnana án ílí.,
borgaðs hlutaQár eða stofnfjár, svo og skattgjald í.*-
lendra félaga, reiknast eftir reglunum í 6. gr., pó aldrei
lægra en 5°/o af hinum skattskyldu tekjum. — Af skatt-
skyldum tekjum þeirra félaga, sem um ræðir í 3. gr.
greiðist jafnan 6"/«. — 8. gr. Skattskyldar tekjur
teljast, með þeim undantekningum og takmðrkunum,
er síðar greinir, alls konar arður, laun eða gróði, er
gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum
verknaði eða atvikum, ef þetta verður metið til pen-
ingaverðs, svo sem: — a. Tekjur af landbúnaði, sjáv-
arútvegi, siglingum, verslun, verksmiðjuiðnaði, hand-
iðn, námurekstri og sérhverjum öðrum atvinnuvegi;
enn fremur allar tekjur, sem telja má endurgjald
fyrir starfsemi í págu visinda, lista og bókmenta eða
fyrir hvers konar vinnu, greiða eða aðstoð. Til slíkra
tekna telst fæði, húsnæði og önnur hlunnindi, sem
látið er i té í kaupgjaldsskyni. — b. Tekjur af em-
bættum og sýslunum, svo sem föst laun, aukatekjur,
embættisbústaður og önnur hlunnindi, landauragjald,
jarðarafnot, endurgjald fyrir skrifstofukostnað (sbr.
11. gr. b.). Enn fremur eftirlaun, biðlaun, lífeyrir,
gjafir og alls konar styrktarfé. — c. Landskuld af leigu-
jörðum og arður af alls konar itökum og hlunnindum,
Ieiga eftir hús, lóðir og skip, svo og áætlað afgjf.'
af fasteignum og skipum, er eigandi notar sjálf; i
Enn fremur leigur eftir innstæðukúgildi ájörðu.
sem eru í leiguábúð, og arður af byggingarpenii
og öðru lausafé, sem á leigu er selt. — d. Vextir e..
arður af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum íej
lendum eða útlendum verðbréfum, svo og vextir ai
ntistandandi skuldum og öðrum fjárkröfum, pótt bréf
sé eigi fyrir, af sparisjóðsinnlögum og sérhverri ann-
ari arðberandi innstæðu. — e. Agóði við sölu á fast-
eign eða lausafé, enda pótt salan falli ekki undir at-
vinnurekstur skattgreiðanda, ef ætla má, að hann hafi
keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt í pví
(67) 5*