Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 125
festir plóghnífar, þverbeygöir i endann, þannig að
þeir skera bæði lárétt og lóörétt þegar sivainingur-
inn snýst. Tala þeirra er mismunandi eftir því hvaö
smátt á að mylja svörðinn en oftast eru notaöir frá
100 til 150 hnífar á sívalninginn. Drifás gengur frá
aflvélinni til sivalningsins, og snýr vélin honum meö
miklum hraða. Getur sá sem stýrir vélinni haft fulla
stjórn á plógsivalningnum, lyft honum upp, svo aö
hann snerti ekki jörðina, og beitt honum misjafnlega
djúpt með einu handtaki.
Þegar plægt er snýst sívalningurinn með miklum
hraða, tætir grassvörðinn í tætlur og þeytir honum
langar leiðir aftur undan sér. Við tilraunirnar i Foss-
vogi var notuð stutt, en sterk tegund af hnífum og
var plógfarið 8 þumlunga þjúpt, miðað við það, aö
yfirborðið hafi verðið slétt að kalla, því að vélin ep
svo þung, að hún pressar niður þúfurnar, áður ea
sivalningurinn fer yfir þær, og plægist því svörður-
inn milli þúfna miklu betur en með gamla plægingar-
laginu. Jörðin tætist í sundur, moldin fer í dust, en
grasrótin í smáflyskur, sem liggja efst í flaginu. Er
það langt til að sjá eins og plægð og margherfuö
slétta, sem staðið hefir yfir sumartíma og er byrjuö
að gróa. En þegar nær er komið, sést, að flagið er
nýplægt, en meira liggur af grasrótartætlunum ofan
á en í venjulegum sléttum, vegna þess að þær eru
léttari en moldin og hafa orðið efstar, þegar plógur-
inn henti þeim af sér. Eftir eina plægiegu með 100
hnífum lítur flagið mjög vel út en sé það plægt aftur
og fleiri hnífar notaðir, er svo vel frá því gengið, aö
fullyrða má, að ókleift sé að vinna verkið eins vel
með verkfærum þeim, er hingað til hafa verið notuð
hér á landi, þótt mjög vel sé tilvandað, og hvaö
miklu sem til er kostað.
Við tilraunirnar í Fossvogi, sem gerðar hafa veriö
á þurrum móa og mýrlendi, fór vélin álíka hart ein&
og maður gengur hægt, og breiddin sem hún hefir
(85)