Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 126
fyrir í einu er 2'/* meter. Geri maður ráð fyrir, að
hún fari fjóra kilómetra á klukkutíma, ætti hún að
plægja einn hektara á klukkustund. En pá verður
spildan, sem hún vinnur á, að vera stór, svo að engar
séu tafir við að snúa við. Ekki má láta vélina vinna
-á mjög smáum spildum, pví að pá fer of mikill tími
til ónýtis. Jarðvegurinn má ekki vera grýttur; að
vísu gerir ekki mjög mikið til, pótt lausir steinar
ekki stórir séu hér og hvar á stangli, en jarðfastir
steinar mega ekki vera fyrir. Að öðru leyti gerir
ekkert til, hvernig landið er; pað má vera svo stórpýft
sem vera skal, votlent og jarðvegurinn seigur.
Og af pess konar jarðvegi er nóg til á íslandi. Svo
tnikiö, að allar jarðabætur, sem gerðar hafa verið á
síðari árum, eru par eins og dropi í haflnu. En með
komu pessarar vélar hingað, virðist mega ætla, að
pað vopn sé fengið gegn púfunum, sem ráðið geti
niðurlögum peirra í stórum stii. Sléttunarvélin ein
getur sléttað meira, en gert er nú með plóg og herfi
á öllu landinu.
Má pví fullyrða, að hér sé verkfæri pað fengið, sem
meira gagn geti unniö íslenskum landbúnaði en
nokkurt pað tæki, er hingað hefir komið áður. Vélin
hefir verið fengin hingað til reynslu frá Stokkhólmi,
en pýzk er hún að uppruna. Verður hún til reynslu
hér í tíu daga á ábyrgð verksmiðjunnar, og stjórnar
henni maður frá henni. En sjálfsagt er, að Búnaðar-
félagið fái pann styrk af almannafé, sem með parf
til pess að kaupa vélina, pví að hún hefir sýnt pað,
að hún hæfir betur staðháttum hér en nokkurt land-
búnaðarverkfæri útlent, er hingað hefir komið. Verðið
er að vísu mikið — 60 púsund krónur, — en afköstin
eru líka stórkostleg.
(86)