Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 130
Hreinsun á bóknm o. fl.
Óhreinindi, sem ekki er pví meiri flta í eða eru
mjög rótgróin, nást turðu vel af með þvi að leggja
bókina í sjóðandi vatn og láta hana liggja þar þang-
að til vatnið er orðið nokkurn veginn kalt. Hreinsist
þær ekki nóg með heita vatninu notar maður sér-
stakan þvottalög og er hann búinn til eins og hér
segir:
Lát V* kg klórkalk í leirkrukku og hell á það vatni,
svo að úr því verði þykkur grautur. Myl vel alla kekki.
Lát því næst J/» lítra af volgu vatni í krukkuna. Leys
*/« kg af tvikolsúru natróni (sódadufti) upp í 1 litra
af volgu vatni, hell því svo smám saman í krukkuna
með klórkalkinu. Gæt þess að ekki bulli upp úr!
Vilji maður losna við að búa til þenna lög, má fá
hann gerðan í hvaða lyfjabúð sem er. Eins má auð-
vitað gera minna í einu en hér er nefnt, að eins að
hafa þessi hlutföll.
Flest óhreinindi nást vel af með þessum legi. Bezt
er að nota hann nýjan og helzt heitan. Nú geta komiö
fyrir blettir, sem hverfa ekki, t. d. eftir sterkt blek
o. fl. og er þá ráð að hella saltsýru, þyntri til helm-
inga til að byrja með, á blettinn, ásamt þvottaleginum.
Olíublettir nást með benzini, hrærðu saman við
magnesiu eða krit.
Til þess að geta þvegið bækur, verða þær að vera
i sundurlausum blöðum. Við þvottinn er betra að
nota ferhyrnd ilát heldur en kringlótt, því að hornin
á blöðunum vilja snjást á því að rekast í ílátið. Með
pappirinn verður að fara varlega, meðan hann er
blautur, og ef saltsýra er notuð, er bezt að hafa gler
undir blaðinu. Pó manni virðist pappírinn losna dá-
lítið upp við þvottinn, nær hann sér alveg aftur þeg-
ar hann þornar, en gljáinn hverfur þó af gljáandi
pappír.
Eftir þvottinn þarf að afvatna pappirinn í nokkra
(88)