Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 11

Freyr - 01.07.1947, Page 11
FRE YR 193 i Skólahverfin eiga að vera við jaröhita pólitískar stofnanir, kennslan væri að- eins „hopp og svaml“, eins og það var orðað. Ennfremur sögðu þessir sömu menn, að skólar, sem ríkið styrkti, ættu fyrst og fremst að vera bóknámsskólar og vera í Reykjavík. Þjóðina vantaði ekki hopp og hí, en lærða menn væri einlægt not fyrir. Enn aðrir töldu hættulegt, ef mjög auð- velt væri að afla sér sisþlavistar, þá mundu allir fara í skóla og það væri dálaglegt, einnig mundu skólarnir lokka fólkið frá heimilunum. — Enn mun vera til svona hugsunarháttur. Um langan aldur var kyrrt um unglinga- •skólamál sveitanna. Sú fræðsla, sem ungl- ingarnir í sveitum fengu, var veitt af sér- stökum áhuga örfárra fræðara, án þess að þeir hefðu nokkuð fast undir fótum, unz lögin um héraðsskóla voru sett 1929. Þau lög mörkuðu stefnuna og merkileg tíma- mót i skólasögu landsins. Héraðsskólarn- ir áttu að taka á móti bæði stúlkum og piltum. Auk bóknáms skyldi verknám, íþróttir og söngur hafið til vegs og virðingar. Um heimilislífið á þessum skólaheimil- um sögðu velviljaðir menn, að það ætti að vera eins og á góðu heimili í sveit. Þannig var hin innri bygging hugsuð og valin sem leiðarljós, að því markmiði að gera þessa skóla sem beztar uppeldis- og fræðslustofnanir. Merkustu atriðin um form skólanna samkvæmt þessum lögum, voru þessi:

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.