Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 17

Freyr - 01.07.1947, Síða 17
FREYR 199 til að gera ráð fyrir að þetta dæmi sé á annan veg en gerist í sveitaskólum, þótt það sé tekið aðeins úr einum sveitaskóla. Ýmsir halda því fram, að héraðsskólarnir losi um unga fólkið í sveitum. Menn hugs- uðu sér að skóli í sveit festi fólkið þar, aðrir, að fáfræðin og erfiðleikarnir að ná sér í skóladvöl tryggðu bezt kyrrsetu þess í sveitunum. Hvort tveggja eru öfgar. Sú skoðun, að sveitaskólarnir hafi losað um fólkið, er órökstudd þar til lögð er fram skýrsla um það. Þótt svo væri, að fleiri flyttust burt af þeim, sem sótt hafa skólana, væri það eðli- legt. Er menn hafa fengið byrjunarreynslu af framhaldsnámi fara margir í aðra skóla og ljúka prófi með atvinnuréttindum. Gott eitt er um þetta að segja. í lýðfrjálsu landi á þetta að vera svona. Þær óskir bjartsýnna manna, eða jafn- vel kröfur, að heimilin fengju nýjan svip, sem stafaði frá skólunum, hafa bersýni- lega rætzt. Fleiri nemendur en nokkur veit um hafa ýtt undir heimili sín að efla þæg- indi, svo sem hita, böð, ljós og að snyrta húsin innan og utan. Þá er það ekkert smáræði af húsmunum, hefilbekkjum, skíðum, ferðatöskum, fatn- aði, útsaum, bundnum bókum o. fl., sem gert hefir verði í skólunum og dreift til heimilanna. í félagsþroska, félagsstarfi og bindind- issemi er viðurkennt, að mikið hafi áunn- ist . Allmargir kenna yngri systkinum sín-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.