Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 19

Freyr - 01.07.1947, Síða 19
PREYR 201 i Eiðaskóli Tala þeirra, sem stundað hafa nám í þessum skólum, er orðin um hálft þriðja þúsund og skiptast þeir þannig á skólana: Frá Ólafsdal um 160, frá Eiðum um 260, i frá Hólum rúmlega 1000, frá Hvanneyri rúmlega 1000. Þegar saga Hvanneyrarskólans var gefin út á fimmtíu ára afmæli hans 1939, var aflað upplýsinga um atvinnu allra bú- fræðinga frá skólanum. Af þeim reyndust 68.5% stunda landbúnað eða skyld störf, sem aðalatvinnu. í vetur var athugað um atvinnubúfræð- inga frá Hólaskóla. Af þeim stunduðu 70% landbúnað. Af þessu sést það, að rösklega tveir þriðju búfræðinganna frá Hólum og Hvanneyri stunda nú landbúnað. Sú staðreynd hnekk- ir því, sem oft hefir verið haldið fram, að búfræðingarnir hyrfu flestir að öðrum störfum en landbúnaði, í þjóðfélaginu. En hver er þá árangurinn af starfi bændaskólanna? Þessari spurningu verður aldrei full- svarað. Það er hægt að færa sannanir fyrir því, að einn af hverjum átta bændum í landinu séu búfræðingar, og hvað mikill hluti búfræðinganna vinnur við landbún- að á annan hátt. En þetta er ekki ein- hlýtur mælikvarði á gildi skólanna fyrir landbúnaðinn og þjóðarheildina, heldur hitt, hverju búfræðingarnir hafa komið í framkvæmd, af því sem gagnlegt má telj- ast og er til umbóta í búnaðinum. Það er aðalatriðið og eftir því verður starf þess- ara stofnana að metast. Framfarirnar í landbúnaði íslendinga hafa aðallega orðið á því tímabili, sem skólarnir hafa starfað. Þeir hafa átt drjúgan þátt í því sem gert hefir verið. Búfræðingarnir hafa venjulega staðið fremstir í baráttunni fyrir umbótum í búskapnum, ekki einvörðungu hver á sinni jörð, heldur oft á félagslegum grundvelli, og á þann hátt hafa áhrifin frá skólunum náð til miklu fleiri en þeirra sem notið hafa skólavistar. íslenzkir búfræöingar hafa á liðnum ár- um átt við mikla erfiðleika að stríða. Af þeim mun áhalda- og verkfæraleysi, á- samt fátækt þeirra sem stundað hafa landbúnaðinn, staðið þeim mest fyrir þrif- um í umbótastarfinu. Verkfæralítill maður fær litlu áorkað þó

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.