Freyr - 01.07.1947, Síða 29
FREYR
211
Þáttur landbúnaðarins
íslendingar voru, allt
írá landnámi og til loka
19. aldar, svo að segja
hrein landbúnaðarþjóð.
Þótt fiskveiðar hafi ávallt
verið stundaðar samhliða
iandbúskap, að meira eða
minna leyti, þá var þó
tæpast hægt að skoða þær
sem sjálfstæðan atvinnu-
veg, fyrr en dregur að lok-
um 19. aldar. Engin þorp
eða bæir þekktust, þar sem
sérstæð borgarmenning
fengi að þróast. Þjóðin bjó
öll í strjálbýli. Það var
þess vegna landbúnaður,
sem mótaði athafnalíf
þjóðar vorrar í þúsund ár,
— það var landbúnaður
sem skóp hina íslenzku
menningu.
Hér verður ekki rakin
þróunarsaga landbúnaðar-
ins, hvorki fyrr né síðar.
Þó skal á það bent, að frá
því endurreisn hófst með
þjóð vorri, hefir verið um
samfelldan vöxt að ræða.
Brotalöm nokkur varð þó
á þessari þróun á styrjald-
arárunum fyrri, og fyrst
eftir þau. Um og eftir
aldamótin færðist sjávar-
útvegurinn í aukana, þá
hófst stórútgerð eins og
kunnugt er og gerbreytti
atvinnuháttum með þjóð
Gceðingur
vorri. Fólk þyrptist úr sveitunum til hins hraðvaxandi
sjávarútvegs. Sjávarútvegi var þá séð fyrir veltu-fé með
stofnun íslandsbanka og fleiru, Hins vegar hafði land-