Freyr - 01.07.1947, Blaðsíða 38
220
FREYR
Vel yrktur trjá-
garður er heimil-
isprýði
Ljósvi.:
Þorst. Jósepsson
við það á lífsleiðinni að hljóta vanþakkir
einar fyrir verk af alhug unnin, gjarnan
líka frá þeim, sem við vildum mestar artir
tjá. En moldin vanþakkar aldrei. Hún
þakkar okkur og margblessar, ef við aðeins
höfum sýnt henni örlæti og umhyggju.
Athugið þau sannindi, bændur!
Skógrœkt. Þjóðin á til ágæta menn, með
skilning og áhuga fyrir skógrækt. Það er
mál, sem við sveitabyggjar, menn og kon-
ur, eldri og yngri, verðum að gefa gaum
og ljá fylgi okkar eftir ítrustu getu. Við
verðum að ætla trjágróðri rúmgóðan sess,
nærri híbýlum okkar, skapa stofnbeinan,
laufríkan trjágróður. Það getur orðið
ómetanlegt andlegt skjól og yndi að því
fyrir nútíð og framtíð að eiga slíka
,,Edens“-lundi við hlið sér.
„Liggja þar í laufum grænum
lífs þíns fyrirheit“, •
segir skáldið, Guðmundur Ingi, um heima-
björkina. Við þurfum að gjöra betur. Það
þurfa að koma stórir sameignartrjálundir
í hverjum einasta hrepp þessa lands, þar
sem sveitungarnir sameinazt í fegrunar-
vilja og ræktunarhug.