Freyr - 01.07.1947, Page 40
FREÝIÍ
.222
og skáldið á Sandi komst að orði: „Horfnar
inn í blámóðu aldanna". En hetjudáðir
þeirra lifa, og munu halda áfram að lifa,
með þjóðinni.
Þýzka skáldið Gothe nefndi þá menn,
sem hann þekkti fullkomnasta „Góðsálir".
íslenzkur rithöfundur kveðst hafa kynnzt
slíkum „Góðsálum“ á meðal íslenzkra
sveita-kvenna.
Við lifum á tíð stéttasamtaka og öfga,
og er oft ekki sársaukalaust að finna
kuldann og misskilninginn, sem ríkir á
milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins,
einkum þegar hinar tvær meginstoðir
þjóðlífsins, sjómanna- og bændastétt, ýtast
á. Við munum svo raunalega sjaldan: „að
sérhver er mikill á sínum stað“ — og fjarri
fer því, að starf húsfreyjunnar í sveitinni
sé metið að verðleikum eða að til hennar
sé nægilegt tillit tekið. Hugsandi menn
óttast um afdrif hennar, og ekki að á-
stæðulausu. Eitt er víst, að frá hinni svo-
kölluðu „nýsköpun“ ber hún skarðastan
hlut frá borði. Einn er þó, sá þáttur ný-
sköpunarinnar, sem fallið hefir í hennar
hlut, en það er hjálparleysið. Öllum er
kunnugt hvernig sveitaheimilin eru stödd
í því tilliti, og bitnar slíkt sárast á hús-
móðurinni, sem gæta verður þess einatt
að láta engann á heimilinu vanta neitt.
Það er sannfæring margra mætra
manna, að eigi þessi þjóð að eiga menn-
í baðstofunni
Lfósm
Þorst. Jósepsson