Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1947, Side 43

Freyr - 01.07.1947, Side 43
FREYR 225 ilisins vegna heldur og sjálfrar sín, og eig- in heilsu, Það er ekki svo að skilja, að sveitakonan hafi alltaf slegið slöku við garðræktina, ef tími hefir unnizt til, því ég býst við, ef öll kurl kæmu til grafar, að hún eigi ekki svo lítinn þátt í ræktun iandsins. Hinir prýðilegu skrúðgarðar og matjurtagarðar við marga sveitabæi, munu að mestu leyti verk húsfreyjanna. Garðrækt er hin ákjós- anlegasta tómstunda vinna, og jafnvel þó taka þurfi til hennar eitthvað af hinum fáu hvíldarstundum, mun það borga sig, því útiloftið hressir og öll tilbreyting er hvíld. Ég þekkti einu sinni sveitakonu. Hún fór út í garðinn sinn á kvöldin, er aðrir gengu til hvílu. Hún kvaðst fara til að sækja sér sáluhjálp. Garðurinn var því heimili mikil blessun. Nú um þassar mundir er hrópað hátt í dag- blöðum höfuðstaðarins. Sendið börnin í sveit, ef þess er nokkur kostur! Bæjar- menning vor er í þeim molum, að þar fá börnin ekki nema hálft uppeldi! Þetta mun því miður sannmæli, um okkar ungu bæjamenningu. En mikið bætist á hús- freyjuna í sveitinni með því að taka kaup- staðabörnin á sumrin, því þó að börnin kunni að geta gert nokkurt gagn, þarf þó ávallt að sjá þeim fyrir fæði og þjónustu, og sú aukavinna fellur í húsfreyjunnar hlut. „Vandi fylgir vegsemd þeirri að vera kona í sveit“, hefir verið sagt, og vandinn vex, þegar hún á auk þess að sjá um sín eigin börn, og ala upp kaupstaðabörnin líka, þó ekki sé nema á sumrinu. Ekkert veit ég heilsusamlegra fyrir börnin sem uppalast á mölinni, en að fá að hjálpa til við garðrækt og umgangast húsdýrin. Þannig munu mörg þeirra, „auka degi í æviþátt“, sem verða mun þeim gott vega- nesti í framtíðinni. Eins vil ég biðja unga fólkið, sem enn er í sveitinni. Minnist þess einstöku sinnum, þegar þið um helgar og aðra frídaga farið frá heim- ilunum, til að skemmta ykkur, að hús- freyjan, sem á tómstundir fáar, og enn íærri frí- og helgidaga, þyrfti líka hvíldar og upplyftingar við. Það myndi borga sig fyrir alla aðila, ef eftir slíku væri munað oftar en raun ber vitni. Ástríður Eggertsdóttir. Nú hagnýtum vér hitagjafana

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.