Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 46

Freyr - 01.07.1947, Síða 46
228 FREYR Hlýlegt er umhverji hússins (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson) stofna vill heimili viS búrekstur í sveit, þurfi ekki að flýja þaðan vegna skorts á jarðnæði. Ákvæði laganna, um landnám ríkisins og stofnun nýbyggða, eru fyrst og fremst miðuð við það, að hið nýja landnám geti tekið á móti og fest við arðbæra landbún- aðarframleiðslu það fólk, sem elst upp í sveitum, en sem hingað til hefir horfið þaðan vegna þess, að því r^yndist auð- veldara að stofna heimili í þéttbýli, þó það fremur hefði kosið að eiga þess kost að reisa bú í sveit sinni. í öðru lagi er það vitað, að til eru jarðir, sem af eðlilegum ástæðum falla úr ábúð og eiga að gera það, vegna staðhátta og lélegra búrekstrar skilyrða. Nýbyggðir þurfa og eiga að veita þeim bændum við- töku, og bætta búrekstraraðstöðu, sem þaðan verða að flytja. Það er gert ráð fyrir því í lögunum uin landnám, að það fari fram á landi, sem er eign ríkisins, bæjar, sveita eða byggða- félaga, en takmarkanir eru á, að jarðir, sem eru í sjálfsábúð og erfðaleigu, geti orðið teknar með eignarnámi til þessara framkvæmda, og land verður því aðeins frá þeim tekið í þessu skyni, að þær geti án þess verið. Nú er aðeins 17% jarða í landinu í eigu ríkisins, og annarri opin- berri eigu, og vitanlega hafa ekki allar þessar jarðir skilyrði til nýbyggðar. Það verður því mjög mikið undir skiln- ingi þeirra manna komið, sem eignarheim-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.