Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 51

Freyr - 01.07.1947, Síða 51
FREYR 233 „Blessuð sértu sveitin mín, sumar vetur ár og daga“ (Ljósm.:Þorsteinn Jósepsson) mismun sjónarmiða, sem virkilega eru ráðandi í bæ og á búi. í hagsmunastreitu og atvinnubaráttu er auðveldast að greina hin ýmsu sjónarmið, því að þá er ekki alltaf dregin fjöður yfir afstöðu hins innra manns, sem hversdags- lega hyggur að hlutunum í kyrrþey. en þegar að sverfur kemur fram á vígvöllinn í alvæpni, og heggur til hægri og vinstri með gnótt þeirra orða, sem munnur eða penni móta. Með kyngi þess andlega þreks og spjótum þeirra hugmynda. sem hann hefir skapað sér um hlutina eða mótað eftir annarra fyrirsögn, er einatt vegið að þeim, sem aðra atvinnu stunda. ★ Á engan skyldi deila fyrr en allar að- stæður eru skoðaðar til botns. Sannleikurinn er sá, að í raun og veru er hyldýpið, sem menn þykjast sjá milli bæjarbúans og dalabóndans, hvergi nærri eins mikið og ýmsir vilja vera láta, og þótt allbreitt kunni sums staðar að vera yfir sundið, þá er það engan veginn óbrúan- legt, og víða er það auðbrúað, aðeins ef vilji er til þess. Ef skapa skal skilning, og ekki sundurlyndi og misklíð, milli þeirra sem búa í bæjum og sveitum, þarf auð- vitað að rétta út hönd frá báðum hliðum, og það er víst, að til þess eru margir fúsir. Þetta sannast bezt á því, að nöldur um misjafna fjárhagslega afkomu, sem óneit- anlega getur átt sér stað, og getur verið mörgum atvikum háð, hverfur einatt og breytist í meðaumkun og hjálpfýsi, þegar náttúruöfl eða önnur atvik leika þann grátt, sem annars hefir verið öfundaður

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.