Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 54

Freyr - 01.07.1947, Síða 54
236 FREYR Tímamót Þegar stórfelldar breytingar verða í at- vinnuháttum þjóðarinnar er fróðlegt að rifja upp fyrir sér breytingarnar, þegar ekki þarf lengra að leita til samanburðar en 10—12 ár aftur í tímann. Við sem rosknir erum, munum vel hve jarðræktarlögin vöktu mikla framsóknar- öldu um og eftir 1925. En vegna vöntunar á vélum og fyrir ónóga verklega þekkingu voru mörg víxlspor stígin, og árangurinn varð ekki eins góður og vonir stóðu til. Verklegri þekkingu hefir þó þokað í átt- ina, svo framsókn sú, sem nú er að hefjast ætti að geta náð betur tilgangi en áður. Fyrir stríð hafði innflutningur alls kon- ar hestaverkfæra farið vaxandi, en sér- staklega þó sláttuvéla. Þá höfðu mörg búnaðarfélög eða sam- bönd keypt dráttarvélar með tilheyrandi piógum og herfum, til þess að leysa af hendi erfiðustu verkin við landbrotið. Aftur á móti höfðum við ekki átt völ á hjálpartækjum við framræsluna, enda hefir framræsla á mýrum sózt seint, því lengi hafa bændur verið liðfáir og flestir efnalitlir. Afurðirnar voru í lágu verði, enda var kaupgetan kröpp í bæjunum, því atvinnuleysið var þar landlægt vetur og sumar, t. d. var ástandið í Reykjavík ekki betra en svo 1937, að þá var gerður út þaðan 60 manna flokkur verkamanna til framræslu í Flóamýrum í Árnessýslu (Sí- beríu). Ekki varð komizt hjá að afla all- mikils hluta heyjanna á þýfðu landi með aðstoð kaupafólks og þarf ekki að lýsa því, hve dýr heyskapur það hefir verið, þegar orf og hrífa voru einu hjálpartækin og heyið varð að binda í bagga og flytja heim á klökkum, eftir að það hafði í mörgum tilfellum orðið fyrir langvarandi hrakningi dutlungafullrar veðráttu. Eina úrræðið gegn rosanum var votheys- gerðin, en því miður hagnýttu bændur sér það aldrei svo vel, sem þörf var á. Fóru því geysimikil verðmæti að forgörðum í rosasumrum og þar með meira og minna af trú fólksins á framtíð búskaparins. Margt hefir breytzt á síðastliðnum 10 ár- um. Vélasjóður íslands hefir gert tilraunir með skurðgröfu og hefir verkfæranefnd ríkisins staðið fyrir þeim. Árangurinn er svo góður, að óhætt er að fullyrða að þess- ar gröfur vinna 4—6 sinnum ódýrar en mannshöndin og afkasta allt að 30 manna verki á dag. Lokræsagröfur (kílplógar) eru enn á tilraunastigi hér, en líkur eru til, að þær lækki fram£æslukostnaðinn hlutfallslega eins mikið. Talsvert hefir verið flutt inn af belta- dráttarvélum. Eru þær miklum mun stór- virkari, en eldri gerðir. Þessar vélar munu koma í vaxandi mæli, ef nægilegur gjald- Skóflan var til skamms tíma helzta jarðyrkjuverkfœrið b

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.