Freyr - 01.07.1947, Síða 55
FREYR
237
eyrir fæst og ameriskar verksmiðjur geta
fullnægt eftirspurn.
Heppilegustu stærðir fyrir jarðræktar-
vinnu mun vera 25—40 hestafla vélarnar.
Flestar munu þær fást með jarðýtu.
Til þess að draga kílplógana er þó örugg-
ara að hafa 50 hestafla vélar.
Jarðræktarsambönd hafa nú verið stofn-
uð víðsvegar um landið, þeim er ætlað að
annast allar erfiðustu jarðyrkjufram-
kvæmdirnar á félagssvæðum sínum, svo
sem framræslu með skurðgröfum og lok-
ræsagröfum og að minnsta kosti fyrsta
árs landbrot með hinum stærri dráttar-
vélum og tilheyrandi verkfærasamstæðum.
Þá munu jarðýturnar geta unnið að jöfn-
un og hvers konar jarðvegs tilfærslu, á
skemmri tíma en nokkurn bónda mun hafa
dreymt um fyrir 10 árum síðan.
Á grundvelli laga um jarðræktarsam-
þykktir eru jarðræktarsamböndin stofnuð.
Þau njóta þeirra sérréttinda, að ríkið borg-
ar helming af kaupverði nýrra véla og
verkfæra, sem talið er að hvert samband
þurfi, enda mun þetta vera heillaríkasta
skrefið sem stígið hefir verið til þess að
jarðræktin komi bændum að þeim notum,
sem til er ætlast.
Til léttrar jarðvinnslu, sláttar og hvers
konar dráttar, sem vera skal, eru bændur
nú að fá hinar hentugu heimilisvélar. Mörg
hundruð pantanir liggja nú fyrir hjá véla-
innflytjendur og hver bóndi bíður með
óþreyju eftir því að röðin komi að sér.
Mælt er að vélar þessar séu nú þegar
farnar að efla trú fólksins á framtíð land-
búnaðarins.
Er við hugleiðum hina gerbreyttu að-
stöðu, sem nú er að verða í landbúnaði
\