Freyr - 01.07.1947, Page 57
FREYR
239
Þá mun barlómurinn víkja fyrir þróttmik-
illi bjartsýni á bættan hag og siðmennt-
andi félagslíf. Byggðin mun enn færast
saman, meðal annars á grundvelli laga
um nýbýli og samvinnubyggðir. Sveitirnar
geta þá notið kosta bæjalífsins, en þó
komizt hjá göllum þess, við uppeldi æsku-
lýðsins, sem of mikið þröngbýli skapar.
Ég bið ykkur að taka undir orð sjá-
andans H. Hafsteins:
„Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa.
Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa.
Menningin vex í lundi nýrra skóga“.
Þróun atvinnulífsins síðustu 10 árin, hef-
ir sýnt okkur, að þetta er meira en draum-
órar hugsjóna-manns. Það er og takmark,
sem æska nútímans keppir markviss að,
að viðlögðum drengskap sínum.
Kristófer Grímsson.
MeS nýjustu tœkni og tcekjum
öðlast landbúnaðurinn ný við-
horf og ný viðfangsefni