Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Síða 33

Freyr - 15.12.2004, Síða 33
Gæðastjórnun í hrossa- rækt 2004 llir þeir, sem taka þátt í skýrsluhaldi Bænda- samtakanna og skila skýrslum á réttum tíma, taka þátt í gæðastjórnun í hrossa- rækt að því leyti til. Nokkrir vilja taka skrefið til fulls og fá á eignarhaldsskírteini hrossa sinna sérstakan stimpil gæða- stýringar. Þennan stimpil fá menn að upp- fylltum tveimur skilyrðum til við- bótar við skýrsluhaldið. Annars vegar er þar um að ræða úttekt á landnýtingarþætti hvers bús, ann- ast Landgræðsla rikisins þennan þátt í samvinnu við búnaðarsam- bönd á hverju svæði. Hins vegar er um að ræða umhirðuþátt bú- anna, þ.e. eftirlit með fóðrun, að- búnaði og heilbrigði hrossa bús- ins. Þennan þátt annast dýralækn- ar eða héraðsráðunautar. Að auki fá öll búin árlega sérstakt vottorð urn gæðastýrða hrossarækt og hafa leyfi til að nota merki gæða- stýringarinnar á kynningarefni sínu og auglýsingum. A árinu 2004 stóðust sextán bú ferlið í heild sinni og eru þau eftirfar- andi: Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal Bjarni Maronsson, Asgeirs- brekku Haraldur og Jóhanna, Hrafn- kelsstöðum I Jón og Eline, Hofi Ingimar Ingimarsson, Ytra- Skörðugili Keldudalsbúið, Keldudal Friðrik Böðvarsson, Stóra-Osi Þórólfur og Anna, Hjaltastöðum Þór Ingvason, Bakka Þorsteinn Hólm Stefánsson, Jarðbrú Haraldur Þ. Jóhannsson, Enni Þingeyrabúið, Þingeyrum Elías Guðmundsson, Stóru-As- geirsá Sigbjörn Björnsson, Lundum II Guðrún Fjeldsted, Ölvaldsstöð- um IV Páll Bjarki og Anna, Flugumýri II. GVA Molar Stormskaðar í SÆNSKUM SKÓGUM í fárviðri sem gekk yfir sunnan- verða Svíþjóð um miðjan janúar sl. féllu tré sem samsvaraði um 80 - 90 milljón rúmmetrum af trjáviði. Þessir skaðar eru svo umfangsmiklir að til álita kemur að banna tímabundið skógar- högg annars staðar í landinu. Skaðinn fyrir hlutaðeigandi skógareigendur nemur um 15-20 milljörðum nkr. Áætlað er að tí- falda verði skógarhögg á þeim svæðum þar sem skaðinn er mestur. Það mun aftur leiða til þess að verð á timbri lækkar, bæði í Svíþjóð og nálægum löndum. Talið er að skaðinn hafi orðið meiri en ella fyrir það að jörð var þíð og trén þoldu því illa vind- álagið. (Bondebladet nr. 4/2005). Máltíð með sögu Það er ekki nóg að maturinn bragðist vel og sé fallega borinn fram á diski. Það er heldur ekki nóg að veitingahúsið sé glæsi- legt og þægilegt. Heimsókn á veitingahús á að vera upplifun og þá verður maturinn að eiga sér sögu. Þetta segja Finnar en fleiri gætu líka sagt þetta. Þróunin í höfuðborginni Hels- inki er í áttina frá “ævintýralegri” matreiðslu, svo sem suski, indó- nesískri, mexikanskri o.s.frv. Nú vilja finnskir matargestir fá há- gæða innlendan mat. Upp er runninn tími fyrsta flokks hráefnis sem á sér þekkta sögu. Það vilja neytendur greiða aukalega fyrir. (Bondebladet nr. 3/2005). Freyr 11-12/2004 - 33 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.