Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 37
Mynd 4. Bac-to-Bac baculoveiru prótintjáningarkerfi. Staðfærð mynd af heimasíðu
Invitrogen.
mönnum eru þekkt. Við höfum
framleitt rCuI n 1 í E. coli en get-
um ekki sýnt fram á tengsl E.coli
afurðarinnar við sumarexem (23).
Til þess að athuga hvort rCul n I
sé mögulega ofnæmisvaki, ef það
er tjáð i heilkjamafrumum, höf-
um við sett rCul n 1 genið inn í
baculoveirukerfið og tjáð það í
skordýrafrumum. Hitt genið, sem
hefur verið klónað úr Culicoide.s
er pQEPP2C. Það er 675 basapör
að stærð og hefur samsvömn við
þekkta ofnæmisvalda úr skordýr-
um. Genið hefur verið tjáð í E.
coli og frumniðurstöður benda til
að prótínið sé allavega minni
háttar (minor) ofnæmisvaki í
hestum með sumarexem. Okkur
hefur nú einnig tekist að tjá þetta
prótín í skordýrafrumum og
munu niðurstöður um hvort og þá
hversu mikilvægir ofnæmisvakar
prótínin em liggja fyrir von bráð-
ar.
Leit að fleiri ofnæmisprótínum
heldur áfram og munu þau sem
fmnast verða tjáð i baculoveiru-
kerfínu, hreinsuð og prófuð fyrir
ofnæmisvirkni.
Þegar meiriháttar ofnæmisvak-
amir i sumarexeminu hafa verið
skilgreindir og hægt er að fram-
leiða þá í einhverju mæli þá má
hugsa sér tvær megin leiðir til að
koma í veg fyrir eða meðhöndla
ofnæmið.
1) Stýra ónœmissvarinu inn á Thl
braut. Breyta má ónæmissvar-
inu gegn ofnæmisvökunum
með því að beina því á aðra
braut þar sem ekki er framleitt
IgE, þ.e. að framkalla svonefnt
Thl svar. Þetta má gera með
DNA bóluefnum, þá er bólusett
með genunum sem skrá fyrir
ofnæmisvökum á sérstökum
tjáningarferjum sem tjá prótín í
spendýrafrumum og hafa inn-
byggða Thl ónæmisglæða.
Einnig má bólusetja með prót-
ínbóluefnum sem eru þá hrein
ofnæmisprótín blönduð við
Thl sértæka ónæmisglæða. Ef
ofnæmi er þegar íyrir hendi
þarf að nota umbreytt prótín
eða prótínbúta (peptíð) til að
koma í veg fyrir bráðaviðbrögð
við bólusetningunni (24).
2) Bœla/eyða ónœmissvarinu
gegn ofnœmisvökunum, mynda
þol. Eins og áður segir svarar
ónæmiskerfið ekki vissum
vökum eða prótinum, þ.e. er
þolið gegn þeim. Þoli er komið
á með því að útsetja kerfið
gegn vökunum. Mynda má þol
með því að gefa hreinan of-
næmisvaka í smáum skömmt-
um yfír mjög langan tíma eins
og gert er við fólk með bráða-
ofnæmi gegn vespum eða bý-
flugum. Mun betri og öruggari
aðferðir til að mynda þol um
slímhúð með breyttum prótín-
um eða prótínbútum eru nú í
hraðri þróun (25,26).
Heimildir
1) Þorsteinsdóttir, S. Svansson, V.
(2002) Sumarexem í íslenskum
og erlendum hestakynjum. Freyr
10, 29-33.
2) Marti, E., Urwyler, A., Neuensch-
wander, M., Eicher, R., Meier, D.,
de Weck, A.L., Gerber, H.,
Lazary, S., and Dahinden, C.A.
(1999) Sulfidoleukotriene genera-
tion from peripheral blood leuko-
cytes of horses affected with
insect bite dermal hypersensitivi-
ty. Vet. Immunol. Immunopathol.
71:307-320.
3) Bjömsdóttir S., Sigurðardóttir, J.
and Sigurðsson, Á. (2001) Áhrif
erfða og umhverfis á tíðni
sumarexems. Eiðfaxi Ræktun
1:34-37.
4) Reiher L.J., Tíðni sumarexems í
íslenskum hrossum fæddum í
Þýskalandi. B.Sc. 90 lokaverkefni
á Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri 2004.
5) Arlian L.G., (2002). Arthropod
allergens and human health.
Annu. Rev. Entomol. 47:395-433
6) Halldorsdottir, S., Larsen, H.J.,
(1989) Intradermal challenge of
Icelandic horses with extracts of
four species of the genus
Freyr 11-12/2004 - 37]