Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 44

Freyr - 15.12.2004, Side 44
Landsmót Félagsmenn FT stóðu sig frá- bærlega vel á landsmóti, nú sem áður, og var áberandi fagmennska í reiðmennsku sem einkenndi okkar fólk sérstaklega. Þá var félagið með kynningar- bás á mótinu þar sem upplýsingar lágu frammi um námið, knapa- merkjakerfið o.fl. Þá tók félagið einnig þátt í fánaborg með Hóla- skóla en fánaborgin var sett upp mjög seint sem missti þannig marks að nokkru leyti. Vegna þessa voru gerðir nokkrir nýir fán- ar fyrir félagið og eru nokkrir fán- ar á Hólum sem hægt er að flagga þar þegar það á við. Nefndir og deildir Deildir félagsins eru tvær, Suð- urdeild og Norðurdeild. Nefndim- ar sem störfúðu á árinu vom: Aga- nefnd, Reiðkennslunefnd og Próf- nefnd. Stjómir og nefndir, sem FT á fulltrúa í utan félags vom: Ataks- verkefni til cflingar hestamennsku og hrossaræktar, Fagráð í hrossa- rækt, Fagráð VÍS AGRÍA og Menntanefnd LH. Nefnd skipuð af stjóm: Nefnd sem vann að mótun vinnureglna er varða grófa reiðmennsku í kyn- bótasýningum. Deildir Deildirnar hafa verið starfandi í tvö ár en þeim er ætlað að efla fé- lagsstarfið og virkja fleiri féiags- menn til starfa, ásamt því að vinna í nánu sambandi við stjóm félags- ins og reiðkennslunefnd og þá sér- staklega varðandi endunnenntun. Starfsnefndir FT Aganefnd Freyja Hilmarsdóttir formaður, Herdís Einarsdóttir og Þórir Isólfsson. Varamaður er Sigrún Ólafsdóttir. Agadómstóll Gunnar Sturluson, Sigurður Sæ- mundsson og Ingimar Ingintars- son. Reiðkenmlunefnd Sigurbjöm Bárðarson fonnaður, Atli Guðmundsson, Trausti Þór Guðmundsson, Anton Páll Níels- son og Hugrún Jóhannsdóttir. Verkefni nefndarinnar er að hafa umsjón með prófúm félagsins og mótun námsefnis í samstarfi við samstarfsaðila okkar um nám og endurmenntun. Prófnefnd Sigurbjöm Bárðarson formaður, Trausti Þór Guðmundsson og Eyj- ólfur Isólfsson. Verkefni nefndarinnar er að hafa yfírumsjón með prófdæm- ingu allra prófa félagsins og sjá til þess að stigunarkvarði sé til og honum fylgt. Nefndin skal starfa í nánu samstarfí við reiðkennslu- nefnd. Nefnd skipuð af stjórn Vinnunefnd skipuð af stjórn starfaði á árinu til að skilgreina grófa reiðmennsku og viðurlög við því ásamt því að móta vinnu- reglur fyrir kynbótadómara. Nú em þessar reglur til og stig- skiptur skali til að dæma eftir og höfðu kynbótadómarar hann til reynslu síðastliðið ár. Þessa nefnd skipuðu: Atli Guð- mundsson, Páll Bragi Hólmars- son, Freyja Hilmarsdóttir, Eyjólfúr Isólfsson og Ólína Asgeirsdóttir. STJÓRNIR OG NEFNDIR UTAN FÉLAGS Ataksverkefni til eflingar hrossaræktar og hestamennsku I stjóm Ataksverkefnisins eiga sæti: Agúst Sigurðsson formaður, BÍ, Kristinn Guðnason, FH, Har- aldur Þórarinsson, LH, og Ólafur H. Einarsson, FT. Fagráð í hrossarœkt Fagráð i hrossarækt starfar sam- kvæmt búnaðarlögum og er skip- að 7 mönnum, þremur frá Bændasamtökum ís- lands og íjórum frá Félagi hrossa- bænda. Fyrir tveimur árum tókust samningar um það við Félag hrossabænda að Ólafur H. Einars- son, þáverandi formaður FT, fengi sæti í Fagráði til tveggja ára frá 1. janúar 2003. Námskeiðahald og SÝNINGAR Félagið tók þátt í sýningu á veg- um VÍS AGRÍA og vorhátíð hestamanna í Víðidal. Deildimar sjá um að halda öll almenn námskeið fyrir félags- menn á vegum félagsins. Rætt heíúr verið um að stofna sýningarhóp FT í samstarfi við Umboðsmann íslenska hestsins og Félag hrossabænda. Menntunarmál Endurmenntun Fyrsta endurmenntunarnám- skeið FT var haldið 20. nóvember á Hólum í Hjaltadal. Þar var fylgst með verklagssýn- ingu nemenda á aðferðum sem kenndar era við skólann í frumt- amningum. Þá vom íyrirlestrar og umræður á eftir. Almenn ánægja var með þetta námskeið og má ætla að þetta verði einn af föstum liðum í end- urmenntun FT. Það er mjög mikil- vægt að tamningamenn fylgist vel með og „uppfœri“ reglulega gagnabankann hjá sér með því að sækja slík námskeið. Þá má geta þess að stefna stjómar er að öll endurmenntunar- námskeið félagsins verði skuld- lausum félögum að kostnaðar- lausu. Félagið mun bjóða upp á fleiri námskeið í endunnenntun á næsta ári og er vinnan í kringum þá 144 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.