Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 57

Freyr - 15.12.2004, Page 57
3. tafla. Áskrifendur að WorldFenq árin 2002-2004. Land 2002 2003 2004 Fjölgun frá 2003 Austurríki 11 11 15 4 Bandaríkin 21 30 38 8 Belgía 2 1 1 0 Bretland 2 1 4 3 Danmörk 30 92 148 56 Færeyjar 1 4 3 -1 Finnland 10 12 29 17 Flolland 5 18 17 -1 ísland 317 556 889 333 Kanada 2 6 4 -2 Noregur 25 39 36 -3 Sviss 9 12 16 4 Sviþjóð 49 87 244 157 Þýskaland 34 82 126 44 Alls 518 951 1570 619 eldri hross, m.a. vegna beiðna frá skrásetjurum í öðrum löndum. Samvinna skrásetjara WorldFengs hefur gengið vel en það er for- senda fyrir góðum árangri í skrán- ingarvinnunni. Þá samdi BI við Kim Middel um að aðstoða Krist- ínu Halldórsdóttur við skráningu á rúmlega tvöþúsund hrossum úr gagnabanka IPZV í Þýskalandi þar sem ekki var talið forsvaran- legt að lesa þau gögn beint inn án leiðréttinga. Skrásetjarar World- Fengs voru á árinu 2004: Albert Schlitz, Lúxemborg, Asa Sörlin, Svíþjóð, Barla Barandun, Sviss, Caryn Cantella, Bandarikjunum, Ewald Schmidt, Italíu, Frans van Beeck, Belgíu, Hallveig Fróðadóttir og Linda B Jóhannsdóttir, Islandi (FEIF réttindi), Jacquline Clementz, Frakklandi, Kim Middel, Hollandi, Kristín Halldórsdóttir, Þýska- landi, Linda Bergström, Finnlandi, Mike Edwards, Bretlandi, Per Oddvar Rise og Nils Ole Gilde, Noregi, Reinhard Loidl, Austurríki, Sigrún Erlingsdóttir, Annegrete Veje, Annetta Knudsen og Rita Geertz, Danmörku. Hrossum í gagnagrunni World- Fengs hefur fjölgað á einu ári um 11% (21.245 hross) miðað við 12% (20.394 hross) fjölgun árið 2003. Flest hross hafa bæst við á Islandi eða 10.455 sem er 7% fjölgun. 4.680 hross bættust við gagnagrunninn, fædd í Svíþjóð, sem er 102% fjölgun! Danirbættu við 1.900 hrossum (11% fjölgun) og íslenskum hrossum fæddum í Þýskalandi fjölgaði unt 1.556 sem er 411% hlutfallsleg fjölgun á einu ári. Hollendingar héldu áfram að bæta við hrossum og hafa náð að skrá alls 3.644 hross sem er viðbót um þrjúþúsund hross á síðastliðnum tveimur ár- um. Allt þetta undirstrikar að vinna við skráningu og innlestur gagna er komið í fullan gang í flestum löndunt. Hlutfall hrossa, sem staðsett eru á íslandi, hefúr lækkað úr 74,8% í 66,8% á tveimur árum sem endur- speglar þann fjölþjóðlega blæ sem er að verða á gagnagrunni World- Fengs. 1. mynd sýnir vel þróunina sem hefur orðið í þessum málum á undanfömum árum. Rétt staðsetn- ing hrossa er mikilvæg þar sem réttindi og aðgangur skrásetjara miðast við staðsetningu á hross- um. ÁSKRIFENDUR Áskrifendum að WorldFeng fjölgaði um 65% á árinu 2004. Áskrifendum á Islandi fjölgaði um 60% eða um 333, í Svíþjóð fjölgaði þeim um 180% eða um 157, um 44% í Þýskalandi eða um 44 svo að dæmi séu nefnd. Sjá nánar 3. töflu og 2. mynd. Aðalfundur Félags hrossa- bænda 2003 samþykkti að opna aðgang að WorldFeng fyrir alla sína félagsmenn, þ.e. að innifela áskrift í félagsgjaldi, og em í dag tæplega 500 félagsmenn komnir með aðgang. Sams konar samn- ingar hafa verið gerðir við ís- landshestafélögin í Svíþjóð, Dan- 1700 1450 1200 ■5 950 iO iT 700 450 200 -50 Ár2002 Askrifendur 0 556 889 ■ Önnur lönd □ Island Ar2003 Ár2004 2. mynd. Áskrifendur aó WorldFeng árin 2002-2004. Freyr 11-12/2004 - 571

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.