Freyr - 15.12.2004, Page 67
lenski hesturinn”, sem áður var
minnst á, og síðast en ekki síst um-
fangsmikið vefsetur (www.sogu-
setur.is), þar sem áhugafólk um
sögu íslenska hestsins ætti að geta
fundið ýmislegt við sitt hæfi.
Að lokum vil ég þakka sérstak-
lega stjóm Sögusetursins, þeim
Víkingi Gunnarssyni, Sigríði Sig-
urðardóttur og Skapta Stein-
bjömssyni, fyrir gott og ánægju-
legt samstarf á þessum tíma. Ég
lýk þessari samantekt með þeirri
frómu ósk að það takist að endur-
vekja og endurreisa Sögusetrið
sem allra íyrst og að það megi í
fyllingu tímans verða sú miðstöð
þekkingar, fræðslu og rannsókna
um sögu íslenska hestsins og
menningarlegt hlutverk hans sem
að var stefnt í upphafí.
Beislisstengur úr kopar frá 17. öld, varðveittar i Byggðasafninu i Skógum.
(Ljósm. Björn Kristjánsson).
Moli
Matvælaöryggi
VARÐAR ALÞJÓÐA
SAMFÉLAGIÐ
Matvælaöryggi og kúariðu bar
hæst á heimsráðstefnu kjötfram-
leiðenda, World Meat Congress,
sem haldin var í Winnipeg í Kan-
ada sumarið 2004.
í ávarpi sínu við setningu ráð-
stefnunnar sagði landbúnaðar-
ráðherra Kanada, Bob Speller,
að kúariðan væri ógn sem öll
lönd heims þyrftu að sameinast
gegn. Hann kallaði eftir kerfi sem
næði um allan heim og ynni að
matvælaöryggi til að byggja aftur
upp traust neytenda gagnvart
kjötmarkaðnum. Uppkoma kúar-
iðunnar breytti viðhorfum til
markaðarins. Eftir því sem al-
þjóðlegir markaðir tengjast meira
saman verða kröfur, sem gerðar
eru og eftirlit með að þeim sé
framfylgt, að verða alþjóðlegri.
Sérfræðingur og fulltrúar kjöt-
iðnaðarins, sem sóttu ráðstefn-
una, bentu á að hröð þróun ætti
sér nú stað innan greinarinnar.
Áður voru það viðhorf framleið-
enda sem hæst bar en nú eru
það viðhorf neytenda sem hafa
mest að segja. Neytendur láta
sér ekki lengur nægja að fá upp-
lýsingar um uppruna kjötsins,
heldur vilja einnig upplýsingar
um framleiðsluaðferðir.
Landbúnaðarstjóri ESB, Franz
Fischler, gerði grein fyrir hvernig
sambandið hefði tekið á þessum
málum síðustu ár. ESB hafði
varla jafnað sig eftir uppkomu
kúariðunnar þegar gin- og
klaufaveikin gaus upp. Eftir hana
kom upp fuglainflúensan og að
lokum bráðalungnabólgan,
skammstöfuð HABL á íslensku,
en SARS á ensku. Franz vitnaði
í upplýsingar frá FAO, sem sýna
að þessir sjúkdómar hafa haft
áhrif á þriðjung allra milliríkjavið-
skipta með kjöt.
Hann upplýsti jafnframt að
kúariðan hafi verið þörf áminning
fyrir þá sem stjórna málefnum
landbúnaðarins í Evrópu. Sú
kreppa, sem kjötframleiðsla í
Evrópu gekk í gegnum, sýndi
fram á að full þörf væri að koma
á kerfi til að finna uppruna og
rekja feril kjötsins alla leið I
hendur neytandans, en Franz
Fischler benti á að hræddir neyt-
endur gætu stórskaðað kjötmark-
aðinn.
Neysla nautakjöts hefur nú
jafnað sig eftir að kúariðan kom
upp. Árið 2003 var eftirspurn í
ESB eftir nautakjöti meira en
framboð I fyrsta sinn í 20 ár og
það stefnir I það sama í ár, sagði
Franz Fischler. Þetta þakkar
hann þeim reglum sem teknar
hafa verið upp í ESB um rekjan-
leika kjötsins.
Þátttakendur á þessari heims-
ráðstefnu kjötframleiðenda í
Winnipeg voru frá 56 löndum.
Næsta ráðstefna verður haldin í
Brisbane í Ástralíu árið 2006.
(Landsbygdens Folk nr. 26/2004).
Freyr 11-12/2004-67 |