Freyr - 15.12.2004, Page 70
Tveir hestar sem báðir bera erfðavísi fyrir leirljósu. Hesturinn vinstra meginn er móbrúnn (Samúel frá Þjótanda) en
sá til hægri glóbrúnn (Kristgeir frá Hólmum). Báðir eru brúnir að upplagi en leirljósi erfðavísirinn hefur svona ótík
áhrifá lit þeirra. (Ljósm. Guðni Þorvaldsson).
og sum glóbrúnu hrossin. Ekki
fundust glóbjört hross eins og
þeim er lýst erlendis. Leirljósu
hrossin voru flest með dökk augu
þó greina mætti ljósari blæ í sum-
um þeirra. Eitt leirljóst hross var
þó með gulan hring í kringum sjá-
aldrið. Ekki fundust heldur hross
með ljósa húð eða dröfnótta en
mér finnst ég hafa séð þannig
hross og gaman væri að fregna af
slíkum hrossum. Einu hrossin,
með mjög fölan húðlit, voru hvít-
ingjar eða tvílit hross.
Slóð leirljósa erfðavísisins
Slóð leirljósa erfðavísisins í
glóbrúnu hrossunum var rakin
eins langt aftur og hægt var. Þá
kom í ljós að hjá stórum hópi
mátti rekja erfðavísinn til tveggja
þekktra stóðhesta, Sleipnis (nr.
249) frá Uxahrygg á Rangárvöll-
um og Blakks (nr. 169) frá Hofs-
stöðum í Skagafirði. Sleipnir var
leirljós og fæddur árið 1938 en
Blakkur móbrúnn, fæddur 1933.
Ástæðan fyrir því að rekja má svo
mörg þessara glóbrúnu hrossa til
þeirra er líklega sú að þetta voru
kynsælir hestar sem skiluðu góð-
um afkomendum og eiga því stær-
ri hóp afkomenda en ýmsir aðrir
hestar sem báru erfðavísi fyrir
leirljósu. Einnig gætu þeir hafa
dreift öðrum erfðavísum sem
þarna hafa áhrif. Það kom t.d. í
ljós út frá skráningum í Feng að
hlutfall glóbrúnna af brúnum af-
kvæmum stóðhesta var mjög
breytilegt. Þriðja glóbrúna hóp-
inn, sem er þó mun minni en hin-
ir tveir, má rekja til tveggja leir-
Moldótt hross (glómoldótt). Það sem venjulega er svart á moldóttum hrossum er mórautt á þessum (Harpa frá
Borgarnesi til hægri og Galsi frá Herjólfsstöðum til vinstri).
á
170 - Freyr 11-12/2004