Freyr - 15.12.2004, Side 71
ljósra hesta í Borgarfírði og mold-
óttrar hryssu. Þessi hross eru
Ljósaskjóni frá Lundum II í Staf-
holtstungum, (forfaðir margra
hrossa frá Sveinatungu og víðar),
Lýsingur frá Hamraendum (for-
faðir Blöndals frá Stafholti) og
Molda frá Kletti í Reykholtsdal en
meðal afkomanda hennar er gló-
brúnn stóðhestur, Loftfari frá Vil-
mundarstöðum. Ættir margra gló-
brúnna hrossa í Feng má rekja til
annarra hrossa en þeirra sem að
ofan er getið en það er þá yfirleitt
mjög fá á hvem einstakling.
Lýsingur frá Voðmúlastöðum er
sá afkomandi Sleipnis sem flest
glóbrún hross eru út af. Hann var
notaður í Mosfellssveit, Borgar-
firði, Skagafirði og Fljótsdalshér-
aði auk fæðingarsveitar sinnar.
Skýfaxi frá Selfossi, sonur Sleipn-
is, hafði einnig töluverð áhrif og
annar sonur hans Bráinn frá
Vorsabæ hafði nokkur áhrif einn-
ig. Fylkir frá Flögu var afkomandi
Skýfaxa og töluvert af glóbrúnu
hefur komið út af honum. Af yngri
afkomendum Sleipnis er mest til
af glóbrúnu út af Oddi frá Selfossi
en hann er dóttursonur Fylkis.
Einnig em til glóbrún hross undan
sonum Odds, Þyrli frá Kjamholt-
um og Skinfaxa frá Þóreyjamúpi.
Enn fremur bræðrum Odds,
Samúel frá Þjótanda og Mími frá
Selfossi.
Undan Blakki var Ljósblesa frá
Kirkjubæ en frá henni barst erfða-
vísirinn fyrir ljósa litnum m.a. að
Garðsauka í Hvolhreppi, en stóð-
hesturinn Hjarrandi frá Garðsauka
var sonarsonur hennar. Sonur
Blakks, Reykur frá Hofsstöðum
(Félags-Brúnn) á marga glóbrúna
afkomendur í Feng. Undan honum
var Venus frá Gufunesi en meðal
afkvæma hennar vom Júpiter frá
Reykjum og Litla-Venus frá
Reykjum. Ljósvaki ffá Akureyri
hefur sinn erfðavísi fyrir leirljósu
frá Júpiter. Blakkur frá Reykjum
var sonur Litlu-Venusar og
fékk í arf erfðavísinn fyrir
leirljósa litnum. Frá honum
eru mörg glóbrún hross
komin og einnig syni hans
Degi frá Mosfellsbæ.
Léttir (fæddur 1946) frá
Kolkuósi var sonarsonur
Blakks frá Hofsstöðum og
bar erfðavísi fyrir leirljósu
eins og afi hans. Undan hon-
um var t.d. Dagur frá Kolku-
ósi, eftirminnilegur reiðhest-
ur Sigurðar Haraldssonar í
Kirkjubæ. Þó nokkur gló-
brún hross em til þar sem
rekja má erfðavísinn fyrir
ljósa litnum til Léttis, flest út
af Stíganda frá Hvolsvelli en
einnig Asa frá Brimnesi,
Stjama frá Vatnsleysu, Vafa
frá Kýrholti, Háfeta frá
Hvolsvelli o.fl.
Litaskráningar
Leirljós hestur með gulbrún augu (Jökull frá
Brautartungu). (Ljósm. Ólafur Guðmundsson).
Við þessa rannsókn kom
í ljós að litaskráningar í
Feng eru ekki nógu ná-
kvæmar, sérstaklega á þetta
við blæ litanna. Þar kemur tvennt
til, liturinn er jafnan metinn af
eigendum sem geta haft ólíkar
hugmyndir um hvað sé dökkt,
Ijóst eða millilitur. Enn fremur er
liturinn oft metinn á folöldum að
hausti eða vetri og þá er ekki gott
að sjá hvemig litblærinn verður
síðar meir. Við frekari skoðun á
glólitunum þarf því að skoða stór-
an hóp afkvæma ákveðinna stóð-
hesta sem gefa glóbrúnt, upplýs-
ingar í Feng nægja ekki.
Lokaorð
Þessi rannsókn bendir eindregið
til þess að glóbrúnt tengist hefð-
bundnum erfðavísi fyrir leirljósu
en ekki kampavínslitarerfðavísin-
um eins og honum er lýst erlend-
is. Það virðist ekki nóg að brúnt
hross beri erfðavísi fyrir leirljósu
til að það verði glóbrúnt. Það þarf
hjálp frá öðmm erfðavísum til að
svo verði. Sú spuming vaknar þá
einnig hvort skýra megi þennan
kampavínslit í erlendum kynjum
með svipuðum hætti. Að hann
komi fram við samspil erfðavísis
fyrir leirljósu við aðra erfðavísa.
Heimildir
Guðni Þorvaldsson, 2005. Eru til
kampavínslitir í íslenska hrossastofn-
inum? RALA 027/BU-004. 17 bls.
Sponenberg, D.P. & Bowling, A.T.,
1996. Champagne, a dominant colour
dilution of horses. Genetics, Selection
and Evolution 28, 457-462.
Stefán Aðalsteinsson, 1974. Inher-
itance of palomino colour in Iceland-
ic horses. Joumal of Heredity 65, 15-
20.
Stefán Aðalsteinsson, 2001. Is-
lenski hesturinn - litir og erfðir. Orm-
stunga, Reykjavík. 155 bls.
Freyr 11-12/2004-71 1