Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 22
cfni frá Wynyard. Sveinn Oddsson prentari hafði unnið hjá Boga, en var staddur á íslandi, þegar þetta var, að kynna íslendingum Fordbílinn, og sjálfsagt hefur hann bundið miklar peningavonir við það fyrirtæki. Ég var stutt í Wynyard, eitthvað þrjá mánttði, því að þá hringdu þeir til mín frá Lögbergi og spurðu, hvort ég vildi koma til þeirra og vinna sem vélsetjari." — Svo þú ltefur numið vélsetningu hjá Lögbergi? „Já, ég lærði þar vélsetningu. Hinir vélsetjararn- ir voru Engiendingar eða Kanadamenn. Verkstjórinn var (slenzkur, Fred Slcffenson að nafni, sá albezti verkstjóri, sem ég hef haft. Hann virtist ekki skipta sér af neinu, en þó fór ekkert fram hjá honum, og alltaf talaði hann máli fólksins. Framkvæmda- stjórinn var trésmiður, Jón Vopni hét hann. Svo var fslenzka verkstjóranum sagt upp og enskur maður ráðinn í hans stað. Það féll engum vel við hann, og þegar hann sagði upp öldruðum enskum prent- ara, skutum við á fundi og sendum Jrau orð til Jóns Vopna, að ef hann ætlaði að tína mannskapinn burt svona einn og einn, gætum við eins farið allir t einu. Jón Vopni sagði Jtetta allt á misskilningi byggt og tók Englendinginn aftur í vinnu. Og að ári Iiðnu fór enski vcrkstjórinn, en Frcd Steffen- son tók aftur við starfi sínu." — Var unnið þarna á vöktum? „Já, það voru tvær tíu stunda vaktir, cn Jtað |)ótti ekki langur vinnutími á J)cim árurn." — Svo lýkur stríðinu og Jrú flyzt heim? „Já, ég ætlaði ekki að vera nema fjögur ár, cn þau urðu átta.“ — Þú ferð strax að slarfa í ísafoldarprentsmiðju, þegar Jni kemur heirn. „Já, Jreir áttu von á nýrri setningarvél, sem ég var ráðinn til að vinna á. Mig minnir, að ég væri við handsetningu aðeins hálfan mánuð. ísafoldarprent- smiðja var líflegur og skemmtilegur vinnustaður á Jjcssum árum." — Og úr ísafold ferðu í Herbertsprent? „Já, Jiegar I-Ierbert Sigmundsson stofnar eigið fyr- irtæki fer ég þangað. Því miður naut hans við skamma hríð, lézt á öðru starfsári fyrirtækisins. Það var mikið áfall fyrir Hcrbcrtsprent og ástvini Herberts og einnig okkur starfsfólkið." — Þarna vinnurðu svo óslitið — þangað til þú hættir við prentverkið. Varstu búinn að fá nóg af vélsetningunni? „Ónei, mér var bara sagt upp starfinu. Reyndar var vélin orðin slitin og óþæg. Það var fjögurra magasína „mixcr", keypt fyrir orðabókasetningu og ckki hentug fyrir setningu á Fálkanum." — \'arla hefur Jrér verið sagt upp fyrir aldurs sakir? „Ég veit ekki um það. Það voru raunar fá ár i lægsta cftirlaunaaldur, en tnér voru ekki boðin eftir- Iaun. Heilsan var óbiluð og hefur reyndar verið bærileg fram á þennan dag." — Ekki hefur þú setzt í lielgan stein, þegar þú fékkst „pokann þinn" í Herbertsprenti? „Sei-sei nei. En Jtað var atvinnuleysi í prent- verkinu það ár og crfitt að fá vinnu. En ég fékk fast starf í herstöðinni í Kcflavík og vann þar í títt ár. Þetta var dágóð vinna, cn unnið á vöktum, svo að ég varð að búa þar suður frá, kom aðeins heim um helgar. Ég saknaði því heimilisins og fólksins míns og ])að saknaði mfn og sagði stopp, |>egar ég var sjötíu og fimm ára.“ — Og enn starfaðir J)ú eitthvað, var það ekki? „Jú, ég var kjallarameistari hjá Einari kaup- manni Eyjólfssyni, syni Sigríðar konu minnar, í fimm ár. Þar liætti ég, þegar ég stóð á áttræðu. Sfðan settist ég í Itelgan stein." — Þórður, þú varst gjaldkeri Hins fslenzka prentarafélags 1923 og ritari sjúkrasamlagsins 1926 -27. „Já. í því sambandi cr þess að minnast, að þá var ekki fullkomið skrifstofuhald hjá félaginu eins og nú. Menn urðu að hafa reytur félagsins í fór- um sínum heima hjá sér. Mér varð því æði bylt við eina nótt, þegar ég kom heim undir Traðarkotssund 3, þar sem ég átti heima, og sá að slökkviliðið var þar í fullum gangi, þvf að citthvað af peningum félagsins var |>ar heima. En sem betur fór var þetta aðeins æfing." — Jæja, víkjum að öðrum sálmum, Þórður. Þú kvæntist seint. Hvað kom til? „Segja má, að ég hafi bara ekki mátt vera að því. Reyndar unni ég ungri stúlku hugástum áð- ur cn ég fór vestur, og vonaðist til að hún biði mín, Jiegai ég kæmi heim aftur. Svo dróst heim- koma mín á langinn í átta löng ár. Síðan snerist skákin einfaldlega við, og það var ég sem átti bið- skák í nokkur ár. Við Sigríður Einarsdóttir giftutn okkur 5. október 1935. Við eignuðumst eina dóttur saman, en hún átti sex börn í fyrra hjónabandi. Öll þessi börn eru mér jafnkær, cn auk þess er hópur barnabarna og barnabarnabarna, sem gleð- ur okkur og yngir." — Heilsan er enn sæmileg sýnist mér og minnið trútt og ])ú ert töluvert á ferðinni? „Já, ég fer i gönguferð hvern dag og hef eins ntikla hreyfingu og ég get. Mér þykir enn gaman að koma innan um fólk og taka spil, og því hætti ég ekki, mcðan ég hef Jressa heilsu." Ég kveð svo þessi sæmdarhjón, Sigríði Einarsdótt- ur og Þórð Bjarnason, og óska Jress, að þeim megi cndast ánægjulegar samvistir cnn um mörg ár. E. Ag. M. 20 I’RENTARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.