Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 25
brenna höfunda í staðinn. Lúther hvatti borgaryfir- völd eindregið til að koma sér upp góðum bóka- verzlunum og bókasöfnum, en Kalvfn lét brenna Michel Servet. Söfn páfastóls áttu óviðjafnanlega fjársjóði bóka, en kirkjan lét brenna Giordano Bruno og Jóhann Húss á báli. í nútímanum eru tollverðir og póstafgreiðslumenn látnir annast eftir- lit með hættulegum bókum, en óþægir höfundar sumsstaðar lokaðir inni á geðveikrahælum (sem eru kannski skárri en þrælabúðir fyrri áratuga). Þerna Don Quixotes vildi láta brenna bókasafn hans, því bækurnar væru undirrót þeirra óra sem liann væri haldinn; og áhyggjufullar mæður í sam- tímanum kenna óhollum bókum um uppreisn sona sinna og dætra gegn neyzluþjóðfélaginu, sem hefur ekki annað að bjóða þegnum sínum en dauða hluti og samkeppni um þá. Verzlunarvar a Bækur voru orðnar verzlunarvara þegar á dög- um Forn-Egypta, og hjá Rómverjum voru heimil- isbókasöfn ámóta stöðutákn og þau eru nú meðal íslendinga og annarra „bókaþjóða". Seneca áfelldist anðuga samlanda sína fyrir að sanka að sér bókum af fordild einni saman á sama tíma og þeir væru fáfróðari en þrælarnir sem þcir fcstu kaup á til að skrá bækurnar fyrir sig. Prentlistin margfaldaði vcrzlunargildi bókarinnar, enda er hún hér á landi og víðar ein allrahelzta verzlunarvara jólakauptíð- arinnar. Þessi þróun hefur leitt af sér lélegri bæk- ur, því útgefendur skírskota gjarna til þess að þeir verði að gefa út bækur sem falli að smekk fólksins. „Smekkur fólksins" er vitaskuld einber tilbúningur auglýsingamaskínunnar, því það er hvorki til algild- ur smekkur né samstæður hópur lesenda, heldur einungis fjölmargir einstakir lesendur sem kaupa bók afþví hún hefur fengið meðmæli gagnrýnanda eða vinar, afþví nafn höfundarins er þekkt, afþví heiti hennar eða jafnvel kápumynd er aðlaðandi. Þetta hafa ótal kannanir leitt í Ijós. Margbreytileg- an smekk almennings má líka ráða af skýrslum um þá höfunda sem mest eru seldir og þýddir í heim- inum. Árið 1969 voru fjórir efstu menn á þeim lista: Lenfn, Jules Verne, Shakespeare og Simenon. Hér á landi munu Halldór Laxness og Guðrún frá Lundi vera mest lesnu höfundar. Það er vitanlega hægt að móta bókmenntasmckk einsog hægt er að kenna mönnum mannasiði eða aðra þarflega hluti; sú mótun þarf ekki og á ekki að uppræta persónulegar þarfir einstaklingsins, heldur víkka sjónhring hans, opna augu hans fyrir fleiri möguleikum og nýjum gildum, auka þroska hans og næmi. Kannski er ein meginorsök versnandi bókmenntasmekks og þverrandi bóklestrar hérlend- is það andlausa og beinlínis niðurdrepandi stagl sem víða í skólum landsins gengur undir nafninu „bókmenntakennsla" eða „móðurmálskennsla". Að fara með lifandi bókmenntir einsog Jrurra fræða- texta, sem liða megi sundur, afbaka með langsótt- um og oft gaguslausum skýringum, toga og teygja að vild kennarans, það er að fæla æskufólk frá bók- um og ætti að flokkast undir afbrot gegn manninum og menningunni. Bók er bezt vina Hvað yrði, ef bókin hyrfi úr lífi okkar, einsog ýmsir bölsýnismenn liafa spáð? Þeir sem sáu kvik- mynd Truffauts, Fahrenheit 451, sem byggð er á skáldsögu eftir Ray Bradbury, geta kannski gert sér Jrað í hugarlund: það var einsog veröldin væri svipt sál sinni, allt samband við fortíð og framtíð var rofið. Bókin er í alveg sérstökum skilningi tengilið- ur kynslóðanna, grundvöllur menningarinnar og forsenda andlegs vaxtar og þroska hvers einstaklings. Þó hún verði að einhverju leyti að víkja fyrir á- hrifameiri fjölmiðlum, geta Jreir aldrei komið í hennar stað og gegnt hlutverkinu sem hún hefur rækt í 5000 ár. Hún hefur varðveitt rætur okkar í fortíðinni og mun skila niðjunum þeim arfi scm við viljum að varðveitist úr okkar tíð. Hún lýkur upp fyrir okkur leyndardómum liðinna skeiða, ó- kunnra landa, framandi tungna, fjarlægra lista- verka, kynnir okkur óþekktar þjóðir og einstaklinga, flytur okkur hugmyndir og hugsýnir sem við hefð- um hvergi anuarsstaðar komizt í kynni við. Það er engin tilviljun að á vörum íslenzkrar alþýðu Myndsegulbandið er ein af uppfinningum 20. aldarinnar sem markað hefur bókinni prengra svið en hún hafði um skeið. PRENTARINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.