Prentarinn - 01.01.1972, Side 52
Kokaas benti líka á, að þótt atvinnurekendur
væru reiðubúnir að fjárfesta stórfé i nýjum vélum,
virtust þeir oft ekki sjá neina Jrörf á Jjví, að veita
iðnaðarmönnum fullnægjandi þjálfun á Jiessar
sömu vélar.
Hann benti á, að fram á allra sfðustu ár hafi
sú trú verið óhagganleg, að tækniframvindan væri
eins konar náttúruafl, sem enginn gæti haft hemil á.
Undir þetta liafi verkalýðshreyfingin jafnvel beygt
sig. Nú væri sem betur fcr að aukast skilningur-
inn á að stjórna bæri þróun tækninnar, svo forðast
megi verstu skakkaföllin af hennar völdum, meðal
annars atvinnuleysi, sem sjálfvirknin getur haft í
för með sér.
Kokaas vék að J>ví, hvernig sífellt streyma í prent-
iðnaðinn nýjar gerðir véla. Nýjasta „undratækið"
væri lestrarvél, sem gæti „lesið" vélrituð handrit
fyrir setningarvélarnar, eða fyrir götunarvélarnar.
Hann nefndi líka myndskerma til leiðréttinga á
gataræmum, eða segulböndum o. fl.
Það er skemmlilegt að fylgjast með og taka þátt
í þessum breytingum, sagði Kokaas í greininni, en
þær kalla líka fram margvísleg ágreiningsefni, bæði
milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna og einn-
ig milli starfshópa innan prentiðnaðarins.
Hverjir eiga að vinna við innskriftarborðin? Eru
setjarar komnir út fyrir sitt verksvið, þegar þeir
brjóta um í filmur eða vinna við framköllun á
filmusátri? Er undirbúningsvinnan við handrit, sem
fara í Icstrarvélar, í verkahring blaðamanna eða
eiga prentarar að annast J>að verk? Eiga leiðrétt-
ingatækin að vera á ritstjórnarskrifstofunum eða
í prentsmiðjunum?
Um [>etta hefur verið deilt, sagði Kokaas, og á
ráðstefnunni lagði hann til að norrænir bókagerð-
armcnn skipuðu nefnd til J>ess að undirbúa tækni-
ráðstefnu, sem væri ætlað að samræma stefnu allra
norrænna bókagerðarfélaga í þessum efnum.
Louis Andersen var mjög fylgjandi tillögu Kok-
aas, og sagðist álfta að nú biðu úrlausnar erfiðari
mál cn bókagerðarmenn hafi áður þurft að glíma
við, og hann ætti J>á við samningana um lestrar-
vélarnar og allt sem þeim fylgir. Þær hafi komið
fyrr cn flesta grunaði og hann vildi að tækni-
ráðstefnan yrði haldin á þessu ári.
Sænsku fulltrúarnir töldu útilokað að þcir gætu
tekið þátt í slíkri ráðstefnu i ár. Sænsku bókagerð-
arfélögin væru að sameinast og ættu margt ógert
á næstu mánuðum. SamJ>ykkt var að ræða J>etta
mál frekar í Stokkhólmi i ágúst.
Þegar komið var að síðasta dagskrárliðnum, að
ákveða næsta fundarstað, tók Erik Alderin til máls
og bauð til næsta norræna prentaraþings í SvíJ>jóð
að ári. Því næst sleit Þórólfur Daníelsson ráðstefn-
unni og ]>akkaði fulltrúum fundarsetu, en Erik
Alderin hafði orð fyrir erlendu þátttakendunum
Henry Nielsen, jorm. danska Prentara-
sambandsins og Hans Hansen i sólbaðsveðri
i Miðdalnum.
Óskar Guðnason, John Iionjield, jorseti
Aljijóðasambands bókagerðarmanna,
og Lúther Jónsson, ritari HÍP.
og J>akkaði HÍP móttökurnar og framkvæmd ráð-
stefnunnar, sem hann taldi hafa tckizt hið bezta.
Fundur með bókagerðarmönnum
Þegar ákveðið var að norræna prentaraþingið
yrði lialdið hér á landi, kom upp sú hugmynd,
að fróðlegt væri að fá einhverja erlendu gestina
48
PRENTARINN