Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 49

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 49
I>á liöfum við krafizt þcss, sagði Alderin, að ríkið greiði ásamt atvinnurekendum meira til framhalds- menntunar og endurþjálfunar. Nú þegar greiðir ríkið allan kostnað af endurþjálfunarnámskeiðum fyrir þá prentara sem hyggjast fara yfir í offset- iðnina og veitir auk þess styrki til þátttakenda vegna framfærslu fjölskyldna þeirra og annars kostn- aðar meðan þessi námskeið standa yfir. Iðnfræðslunni er verið að gjörbreyta í Svíþjóð og verið að leggja síðustu hönd á nýja námsskip- an í bókiðninni. Verknámið færist miklu meira inn í skólana og á að vera þannig háttað, að menn eigi auðveldara mcð að fara á milli greina innan prent- iðnaðarins, ef þörf krefur. í nýju iðnfræðslulög- unum ér gert ráð fyrir því að ríkið greiði allan skólakostnaðinn. Alderin ræddi að lokum um samningana við Syd- svenska Dagbladet og Dagens Nyheter vegna lestrar- tækjanna sem þau voru að taka i notkun. Ætlun forráðamanna Dagens Nyheter var að láta ritstjórnina og skrifstofufólkið vinna undirbúnings- störfin fyrir lesarann (vélritun handrita o. þ. 1.) og útiloka þar með starfsfólk prentsmiðjunnar frá þeirri vinnu. Þetta tókst ekki, og að lokum varð samkomulag um að félagsmenn prentarasambands- ins skyldu vinna við lesarann og önnur undirbún- ingsstörf sem honum fylgja. Hliðstæður samningur var gerður við Sydsvenska Dagbladet. En stærstu tíðindin í sænska prentiðnaðinum nú í ár eru tvímælalaust sameining allra bókagerðar- manna í citt samband, og á fundinum gerði Olle Compuscan 172. Lestrartœki af sömu gerð og nú er farið að nota i dagblaða- smiðjunum á Norðurlöndum. Hausson grein fyrir aðdraganda og undirbúningi sameiningarinnar, en þar eð Þórólfur Daníelsson segir frá þcim málum öllum á öðrum stað í blað- inu verða þau ekki rakin hér. Ný námsskipan í Danmörku Henry Nielsen, formaður danska Prentarasam- bandsins, sagði í upphafi sinnar ræðu, að marg- víslegar samtiingaviðræður hafi átt sér stað á ár- inu við atvinnurekendur, svo sem um sjúkrasjóðinn, tölvusetningu, verknámið o. fl. Danska Prentarasambandið hefur sinn eigin sjúkrasjóð, senr annast greiðslur veikindadaga til félagsmanna, en Nielsen sagði að sjúkrasjóðurinn þætti orðinn all fjárfrekur, og þær raddir kæmu ekki eingöngu úr hópi atvinnurekenda, heldur líka frá prenturum, sem greiða ákveðna hundraðs- tölu í sjóðinn. Nú er því í athugun að leggja sjúkrasjóð sambandsins niður og ganga inn í al- menna sjúkrasamlagskerfið, þar eð við það sparast miklar fjárhæðir. í vor gerði danska l’rentarasambandið samning við prentsmiðjueigendur um tölvusetningu og und- irbúningsvinnu þar að lútandi, en þá höfðu við- ræður staðið lengi. Eftir að gengið var frá samn- ingunum hleruðum við, sagði Nielsen, talsverða ó- ánægju meðal félagsmanna, sem töldu að í þá vant- aði ákvæði um frágang handrita, hliðstæð þeim sem eru í vélsetjarasamningunum, þ. e. a. s. að tekið sé tillit til slæmra handrita og þegar um sein- lega og erfiða setningu er að ræða, svo sem crlend mál o. þ. u. 1. Louis Andersen, formaður Kaupmannahafnar- deildarinnar kom nánar að þessu síðar á fundin- um. A síðasta Þjóðþingi voru sett í Danmörku lög um launatryggingasjóð, og hann tók til starfa í apríl s.l. Hlutverk sjóðsins er að tryggja launa- greiðslur til starfsfólks fyrirtækja, sem verða gjald- þrota, einnig ef eigandinn fellur frá og dánarbúi er skipt eða hlutafélag er leyst upp. Við gjaldþrot eiga fyrirtækin oft ckki fyrir ógreiddum launum starfsmanna, og málarekstur í því sambandi tekur óhóflega langan tíma. Þegar svo stendur á, ann- ast sjóðurinn launagreiðslurnar, svo og greiðslu á orlofsfé. Hámarksupphæð, sem launþegi getur fengið úr sjóðnum, er 25.000 kr. (danskar), og er áætlað, að árlega muni hann aðstoða um 12.000 manns. Prentarasambandið danska hefur hins veg- ar í kjarasamningum sínum ákvæði, sem tryggja kaupgreiðslur til félagsmanna í þess háttar til- vikum. í lok ágústmánaðar í sumar, hófu dönsku prent- skólarnir kennslu eftir nýju námskerfi, sem er mjög frábrugðið því gamla, og þess vegna ekki að öllu PRENTARINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.