Prentarinn - 01.01.1972, Side 35

Prentarinn - 01.01.1972, Side 35
Sýnasafn frá fyrri tíð Á næstu síðum verður stuttlega fjallað um sjð gamlar íslenzkar prentsmiðjur, frá upphafi prentverks á Islandi. Þær myndir sem fylgja eru fengnar hjá Landsbóka- safni, og er rétt að nota þetta tækifæri til að þakka Ólafi Pálmasyni aðstoð hans, en hann útvegaði myndirnar og las yfir meðfylgjandi texta, til að koma í veg fyrir rangar staðhæfingar undirritaðs. Við þessa samantekt hef ég aðallega stuðzt við Prentsögu Klemenzar Jónsson- ar og Prentaratalið. Við því er ekki að búast, að hér geti verið um tæmandi upplýsingar að ræða, einkum vegna plássins, og eins geta þær upptalningar á bókum sem í pistlunum eru, aldrei orð- ið annað en sýnishorn af þeim efnisflokk- um, sem gefnir voru út fyrstu aldirnar í íslenzkri prentsögu. Þar sem sú útgáfa var harla einhæf fyrst í stað; aðallega prédikanir og sálmar eða annað trúar- legt efni, er hætt við að upptalning mín sé anzi einhliða. En það á sér sem sagt þessar eðlilegu ástæður. Þegar fram í sækir fer efnisflokkum fjölgandi, og hef ég þá reynt að hafa í upptalningu minni sýnishorn af þeim öll- um, til að gefa hugmynd um útgáfu hvers prentverks fyrir sig. Þessi kynnisferð hefst með komu séra Jóns „svenska" Matthíassonar með prentverk til Jóns biskups Arasonar á Hólum og endar við flutning Viðeyjar- prentsmiðju til Reykjavíkur. Ég vona, að þið hafið eins gaman af lestrinum og ég af grúskinu. Haukur Már

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.