Prentarinn - 01.01.1972, Side 57

Prentarinn - 01.01.1972, Side 57
hossað á kostnað annarra launastétta. Arne Geijer gerði nokkurn samanburð á vinnustöðum og benti réttilega á að í Svíþjóð byggju sumar atvinnugrein- ar við mannskcmmandi aðstæður, bæði með tilliti til launa og umhverfis. Forsætisráðherrans Olofs Palme var beðið með mikilli eftirvæntingu. Ræða hans var líka greinilega sniðin við það, að hún kæmi í blöðum daginn eftir og rædd af andstæðingablöðunum. I>að eru kosn- ingar í Svíþjóð eftir nokkra mánuði og allt sem Olaf segir er mælt og vegið, hvar sem hann kemur fram og hvað sem hann segir. Hann talaði um blaðadauð- ann, stuðninginn við blöðin nú og í framtfðinni, þar sem hann sagði að nú væru greiddar 300 millj- ónir sænskra króna til dagblaða og vikublaða í Sví- þjóð og í nefnd væri atluigun um frekari stuðning. Hann ræddi um prentfrelsi og möguleikana á að koma skoðunum sínum á framfæri, einokun á fjöl- miðlunt, umhverfisvandamál og hann talaði í létt- um tón um sjálfan sig og andstæðingana í pólitík, hvernig þeir skrifuðu í blöðin að hann væri orð- inn skapþungur á morgnana, hættur að brosa, orð- inn boginni í baki o. s. frv. Síðast en ekki sízt talaði hann um Vietnam-stríðið og allar þær hörmungar, sem Bandaríkjamenn hafa leitt yfir vietnömsku þjóð'na. Olof talaði lengi og var skemmtilcgur, enda Vel fagnað í ræðulok. Að lokum Þegar sameiningarþingið hafði samþykkt slofnun cins félags og nafn þess Grafiska fackförbundet, lög þess og kosið stjórn til næsta þings, var verkefni þess lokið. Þetta hafði verið merkilegt þing, tekið sögu- legar ákvarðanir og stígið stórt skref. Nýja félagið, sem tckur við störfum þriggja félaga 1. jan. 1973 verður baráttusamtök 37.000 starfsmanna í bókaiðn- aðinum. Sameining beztu krafta þessara þriggja félaga í forustu nýja félagsins á að tryggja, að byrj- unarerfiðleikarnir verði yfirstíganlegir, eða eins og nýi formaðurinn, Olle Astrand sagði í þingslitaræðu sinni „aðeins með samstöðu og hjálp félaganna verðum við nægilega sterkir lil þess að uppfylla þær vonir og kröfur, sem til þessa nýja félags eru gerð- ar“. Ég, gesturinn, fann mig upplifa sögulega stund, ekki síður en þátttakendurnir sjálfir. Mér fannst stundum gæta tilfinningasemi lijá þeim forustu- mönnum, sem að sameiningunni unnu, en voru um leið að leggja niður sín gömlu félög, prentarafélag með 125 ára sögu, bókbindarafélag mcð 80 ára sögu og litografafélag eilthvað styttri, en þeir voru sannfærðir um að þcir væru að gera rétt og afstaða þeirra til stofnunar þessa nýja félags markaðist af því. Við skulum óska þeim lil hamingju. Þórólfur. Árnað heilla Sigurjón Sæmnndsson prentsmiðjustjóri á Siglu- firði átti sextugsafmæli 5. maí sl. Sigurjón er fæddur árið 1912 á Lambanesi í Fljót- um. Hann hóf prentnám hjá Oddi Björnssyni 6. ágúst 1928 og starfaði þar til ársins 1935, er hann keypti Siglufjarðarprentsmiðju og hefur rekið hana síðan. Hann er kvæntur Ragnheiði Jónsdótt- ur frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Prentarinn óskar Sigurjóni til hamingju ír.eð af- mælið, þótt seint sé. Prentgripasýning í Landsbókasafni Landsbókasafnið minntisl 75 ára afmælis HÍl’ á þann hátt, að opnuð var sýning á prentgripum frá ýmsum tímum. Tók sýningin yfir bækur, einblöð- unga, hlutabréf og hvað eina, sem prentað hefur verið síðan prentverk fluttist til Reykjavfkur og til þessa dags. Veg og vanda af vali sýningargripa og uppsetn- ingu þeirra hafði Ólafur Pálmason bókavörður. — Sýningin var opin í þrjár vikur frá 11. júlí. Opna úr Gutenbergsbibliunni sem prcntarar gáju HIP i tilejni 75 ára afmcclisins. PRENTARINN 53

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.