Prentarinn - 01.01.1972, Qupperneq 26
liafa kviknað ýmsir orðskviðir sem lýsa lnig þjóðar-
innar til þessa dýrmætis: „Bók cr bezt vina“,
„Blindur er bóklaus maður", „Betra er berfættum
en bókarlausum að vera", „Fyrir mörgu gerir bók-
in ráð“.
Erasmus komst svo að orði um bækur, að þær
væru „fræðarar og félagar sem aldrei blunda þegar
þeir eru spurðir einhvers". Eftilvill er hér að
finna haldbeztu rökin fyrir sífelldum og vaxandi
vinsældum bókarinnar: hún tengist lesandanum
órjúfanlegum trúnaðarböndum; liann getur leitað
til hennar hvernig sem á stendur; meginkosturinn
við vöuduð heimilisbókasöfn er sá að þau geyma
bækur sem grípa má til af ólíkum tilefnum. Mundu
ekki flestir læsir eiustaklingar geta borið því vitni,
að liltekin bók cða bækur hefðu liaft djúptæk, jafn-
vel gerbyltandi áhrif á líf þeirra?
Ofugþróun á Islandi
Með hliðsjón af mikilvægu hlutverki og vaxandi
útbreiðslu bókarinuar tneðal annarra þjóða, jafnt
þróaðra sem vanþróaðra, hlýtur það að vera okkur
nokkurt áhyggjucfni, að íslenzk bókaútgáfa hefur
dregizt saman á undanförnum árum og við liorf-
um fram á alvarlega bókakreppu. Að vísu hefur
bókaútgáfa hérlendis verið svo umfangsmikil, mið-
að við hina frægu höfðatölu, að ekki er óeðlilegt að
hún dragist eitthvað saman við tilkomu nýrra fjöl-
miðla og ört vaxandi fjölbreytni í menningarlífinu.
Hitt er ískyggilegra, að svo virðist sem þannig eigi
að búa að íslenzkum bókagerðarmönnum, og þá
fyrst og fremst höfuiidum bóka, að liérlend bóka-
gerð verði sjálfdauð einsog hver önnur pestarrolla
áður en margir áratugir eru liðnir.
Ef borin eru saman árin 1967 og 1971, er áætlað
að á árinu 1967 hafi komið út á fslandi um 330
bækur, sem hver seldist að meðaltali í 1200 eintök-
um eða samtals í um 400.000 eintökum. Að auki
seldust kringum 100.000 eintök af eldri bókum. Árið
1971 varð sala á nýjum bókum um 300.000 eintök
og meðalsala á bók kringum 1000 eintök. Afturá-
móti voru þá keypt um 130.000 cintök af eldri bók-
um, sennilega meðfram vegna lægra verðs á þeim.
Þessi þróun hlýtur að teljast ógnvekjandi.
Þegar kemur að umbun fyrir unnin verk, verð-
ur hlutur höfundarins aumastur allra. Allir scm að
bókagerð vinna hérlendis selja vinnu sína fyllsta
verði samkvæmt ákveðnum töxtum — nema höfund-
urinn. Venjulega er honum rétt einhver hungurlús
í eitt skipti fyrir öll, 30.000 krónur kannski og allt
uppf 100.000 krónur. Þegar bezt lætur, fær hann
12% af útsöluverði hverrar seldrar bókar (á Norð-
urlöndum er lágmarkið 15^4%), á sama tíma og
bóksalinn tekur 25% af útsöluverði bvers eintaks
og rfkissjóður 11% í söluskatt. Útgáfukostnaður á
íslandi fer hraðvaxandi ár frá ári, sala bóka tlregst
saman ár frá ári, og hlutur rithöfunda verður hlut-
fallslcga rýrari ár frá ári. Þetta er sú mynd scm nú
blasir við.
Hvort ætlunin er í framtíðinni að gefa úr bæk-
ur hérlendis án tilverknaðar höfunda, skal ósagt
látið, en augljóst cr að grípa verður til skjótra og
róttækra ráðstafana til að bjarga bókmenntunum í
landinu. Norðmenn björguðu bæði höfundum og
útgefendum og raunar allri sinni bókagerð með því
að lögleiða fyrir átta árum opinber skyldukaup á
1000 eintökum frumsaminna norskra bóka og úr-
valsþýðinga, sem Kulturrádet sér um dreifingu á.
Þetta hefur ekki sízt stuðlað að blómlegri útgáfu
nýstárlcgra bókmennla, sem eru bráðnauðsynlegur
aflgjafi og endurnýjari.
Á liðnu vori samþykkti Alþingi þingsályktunar-
tillögu þess efnis, að upphæð sem næmi andvirði
söluskatts af bókum rynni til rithöfunda sem við-
bótarritlaun. Var ráð fyrir því gert í samþykkt Al-
þingis, að menntamálaráðherra scmili reglugerð um
ráðstöfun þessarar fjárhæðar í samráði við Rithöf-
undasamband lslands og félög rithöfunda, en á því
hefur orðið einhver óskiljanlegur dráttur og hvergi
gert ráð fyrir þessari lífsnauðsynlegu lciðréttingu á
kjörum rithöfunda f fjárlögum næsta árs. Á það
kannski cftir að sannast, að vinstristjórnin sé enn
framtakslausari og öfugsnúnari í menningarmálum
en nokkurntfma viðreisnarstjórnin sáluga?
Það er ekki einasla hagsmunamál rithöfunda, að
þolanlega sé að þeim búið, heldur hlýtur það að
vera menningarlegt þjóðþrifamál og brýnt hags-
munamál allra sem á einhvern liátt hafa framfæri
sitt af gerð og sölu bóka.
24
l’RENTARl N N