Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 48

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 48
Framhaldsnámið eflt í Noregi Næst kom röðin að Norðmönnum, og byrjaði Rcidar Langás, formaður Norsk Grafisk Forbund, á því að lýsa kjarasamningunum sem gerðir voru snemma á árinu. Hann sagði, að við samningsgerðina hefði verið iögð áherzla á að hækka lægstu launin, og þau cru nú 540 (norskar krónur) á viku. Lágmarkslaun sveina hækkuðu úr 525 kr. í 600 kr. og sarnið var um hærra vaktaálag. Vikukaup vélsetjara og rótasjón- prentara er 10 kr. (n.) hærra en kaup handsetjara og pressumanua. Fólk sem vinnur við innskrifta- borð fær 20 kr. hærra vikukaup en vélsetjarar. Ncmakaupið hækkaði nokkuð, en minna en von- ir stóðu til, og Langás taldi, að ef prentiðnaðurinn ætlaði að laða til sín hæfileikafólk, yrðu ncma- kjörin að balna. Unglingar ættu það marga val- kosti. Ncmi á fyrsta ári fær nú 240 kr. á viku, á öðru ári 270 og 310 á 3. ári. Námstíminn er aðeins þrjú ár í Noregi, því hann var styttur fyrir nokkrum árum, þótt Nordisk Grafisk Forbund væri algjör- lega andvígt þeim breytingum. Ncmi í hæðarprentun eða offsetprentun getur þó bætt við 4. námsárinu og fengið að því loknu iðnréttindi í báðum prentunaraðfcrðunum. Fjórða árs kaupið er 360 kr. Nú var i fyrsta skipti gerður sameiginlegur kjarasamningur fyrir offsetprentara og mynda- mólasmiði, og Langás vænti þess, að sá samningur yrði undanfari annarra hliðstæðra fyrir skildustu greinarnar innan Norsk Grafisk Forbund. I>á voru fjarlægð úr samningnum öll ákvæði sem gátu valdið launamisrétti milli kynjanna, og 1. janúar 1973 verður eftirlaunaaldurinn lækkaður f Noregi úr 70 árum í 67, en á þessu sviði hafa Norð- menn verið eftirbátar annarra Evrópuþjóða. í vor var sett á laggirnar nefnd, sem Langás vænti sér mikils af. Hann sagði að mörg undanfarin ár hafi prentsmiðjur f Noregi misst verkefni vegna þcss að fyrirtæki og stofnanir, sem kaupa út mikla prcntvinnu, hafa fengið sér innskriftarborð og látið skrifstofufólk sitt vinna á þau. Gataræmurnar eru sendar í prentsmiðjurnar, og stundum jafnvel full- unnar síður, og þá er prentunin það eina sem kemur f hlut smiðjanna. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur, sem gætu orðið til þess að auka aftur hlut prentsmiðjanna. Langás sagði, að mikill tími hafi farið í að end- urskoða námsreglurnar og koma framhaldsnáminu f betra horf. Gengið var frá nýrri námsskipan fyrir allan prentiðnaðinn, og verða námssviðin fimm: Offset- ljósmyndun, skeyting/plötugerð, setning, prent- un og bókband. Innan þeirra eru hins vegar margar sérgreinar. Eftir breytinguna verður nám- ið víðtækara en áður, en námstíminn lengist ekki. Hann verður áfram þrjú ár. Þvf var talið nauðsynlegt að efla framhaldsnám- ið mjög mikið svo menn gætu haldið áfram að viða að sér verkmenntun að loknu sveinsprófinu. Til þess að standa undir kostnaðinum af framhalds- menntuninni, var stofnaður nýr sjóður, og i hann leggja atvinnurekciulur 2 (n.) kr. á viku, pr. slarfsmann, 50 aurar á viku koma frá hverjum launþega í prentiðnaði, og auk þess greiðir hvert fyrirtæki vikulega 1,50 í sjóðinn. Norðurlandablöðin kaupa lestrartæki Langás endaði sína skýrslu á því að gcta nýjustu fréttanna úr prentiðnaðinum í Noregi: Nokkruin dögum áður en við lögðum upp f íslandsferðina, sagði hann, áttum við fund með atvinnurekendum og forsvarsmönnum dagblaðsins Verdens Gang í Osló. Blaðið hafði þá fyrir stuttu keypt lesara af geiðinni Compuscan 172, scm „les" vélrituð handrit og framleiðir gataræmur fyrir setn- ingarvélarnar. Við vissum, sagði Langás, að Berlingske Tidende f Kaupmannahöfn, Sydsvenska Dagbladet og fyrir- tæki eitt í Stokkhólmi hafði áður fest kaup á svip- uðum vélum. Nú vildu eigendur Verdens Gang ná samningum um lesarann. Við settum það skilyrði, að einungis iðnlært fólk og félagar í NTF ynnu við þetta nýja tæki, og var gengið frá bráðabirgða- lausn, þar sem Verdens Gang gaf tveimur setjurum við blaðið kost á starfinu. Endanlegt samkomulag verður væntanlega gert við næstu kjarasamninga. Langás gat þess einnig að lesarinn yrði ekki ein- vörðungu notaður við setningu blaðsins, heldur líka við margvísleg skrifstofustörf. Louis Andersen upplýsti að danska blaðið Poli- tiken væri líka að fá lesara og dagblöðin utan Kaupmannahafnar hcfðu hug á að fylgja á eftir. Dagens Nyheter f Stokkhólmi fær lesara f sína prentsmiðju nú um áramótin. Sænskir bókagerðarmenn mynda eitt samband Aldcrin, formaður sænska prentarasambandsins, sagði, að 1971 hefðu samningaviðræðurnar við prentsmiðjueigendur tekið 8 mánuði og lokið með þriggja ára kaup- og kjarasamningi. Samkvæmt honum fá prentarar launahækkanir í áföngum á samningstímanum og kvað Alderin þær að minnsta kosli jafn miklar og hjá öðrum iðnstéttum. Hann skýrði frá því að f Svíþjóð væri nú verið að gera könnun eða spá um breytingar sem verða muni f prentiðnaðinum á næstu 10—15 árum og taldi að sú áætlun gæti orðið prentarasamband- inu að góðu liði. 44 PRENTARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.