Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 27
„Jóhannes, þú verður að læra prentverku MeÖal þeirra fclaga okkar, sem stcmdir voru gull- merki Hins isl. prenlarafélags i tilefni 75 úra afmœlis pess, var Jóhannes Sigurðsson. Hann gekk i félagið árið 1910 og er i dag elzti starfandi prentarinn ú landinu. — Við sóttum hann heim einn laugardags- eftirmiðdag og rœddum við hann stutta stund. Hvað varstu gamall, þegar þú fórst að læra prent? — Fjórtán ára. Og hvað varð til þess að þú 'snérir þér að prentverki fremur en einhverju öðru? — Það stóð þannig á, að ég hafði farið til sjós um vorið, á kútter með Eldeyjar-Hjalta; hann var skipstjóri, og við komum nokkuð snemma í land. Fátæktin var nokkuð mikil heima, og ég var elzt- ur og varð að vinna og vinna. Þá var auglýst eftir pilti í ísafold, sendisveini. Ég sæki um þetta og fæ það. Eu ég hafði alltaf verið mikið fyrir vélar og var alllaf eilthvað að grúska í þeim í prentsmiðj- unni. Þá var það einn daginn að Björn (Jónsson, síðar ráðherra, stofnandi Ísafoldar) kom til mín og sagði: — Jóhannes, þú verður að læra prentverk! Ég sagði nei, en svo var það einn dag, að hann kallar mig inn á skrifstofu og segir: — Nú ferð þú að læra prent og ég skal borga þér meira en ég borga nokkrum öðrum nema, þú skalt fá fimmtán krónur á mánuði og við reiknum tímann frá því að þú komst. Farðu nú og segðu pabba og mömmu þetta. Mamma varð svoleiðis himinlifandi yfir að þttrfa ekki að senda soninn til sjós aftur. Svona byrjaði þetta. Það hefur þó verið farið að tíðkast að borga nemum kaup, en hafa þá ekki upp á fæði og húsnæði eins og áður? — Það þekktist auðvitað enn hjá iðnaðarmönnum, en það liafði minnkað mikið. Svo fórst þú út og lærðir meira, var það ekki? — Eftir tíu ár, já. Ég hafði alltaf haft áhuga á að læra litprentun, sérstaklega að prenta litmyndir. Hér þekktust varla klisjur, og þær voru þá bara svarthvítar. En ég hafði ákaflega mikinn áhuga á að læra litprentun. Svo ég fer til Kaupmannahafn- ar 1915. Þá er fyrra stríðið byrjað. Ég reiknaði með að hafa næga peninga til að lifa af að minnsta kosti fyrstu vikuna í Kaupmannahöfn. Við áttum að vera fjóra daga á leiðinni, en ég held að það hafi orðið þrjár vikur. Og þcgar ég var búinn að borga fæðið um borð, þá átti ég tvær krónur eftir. Það var þannig að við vorum teknir af Englend- ingttm og farið með okkur til Kirktvall, þar sem við vorum nokkra daga, og síðan var farið með okkur til Leith og þar var farangurinn rannsakað- ur. Þá vorum við með kolsýrudunka frá Sanitas og það tafði okkur um þrjá daga. Þeir þurftu að rannsaka nákvæmlcga, hvort þetta væri ekki sprengi- efni. Og sem sagt, þegar ég hafði borgað fæðið, þá átti ég eftir tvær krónur. Ég átti sem sagt fyrir fyrstu nóttinni, en svo ekki meir. PRE.NTARINN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.