Prentarinn - 01.01.1972, Síða 27

Prentarinn - 01.01.1972, Síða 27
„Jóhannes, þú verður að læra prentverku MeÖal þeirra fclaga okkar, sem stcmdir voru gull- merki Hins isl. prenlarafélags i tilefni 75 úra afmœlis pess, var Jóhannes Sigurðsson. Hann gekk i félagið árið 1910 og er i dag elzti starfandi prentarinn ú landinu. — Við sóttum hann heim einn laugardags- eftirmiðdag og rœddum við hann stutta stund. Hvað varstu gamall, þegar þú fórst að læra prent? — Fjórtán ára. Og hvað varð til þess að þú 'snérir þér að prentverki fremur en einhverju öðru? — Það stóð þannig á, að ég hafði farið til sjós um vorið, á kútter með Eldeyjar-Hjalta; hann var skipstjóri, og við komum nokkuð snemma í land. Fátæktin var nokkuð mikil heima, og ég var elzt- ur og varð að vinna og vinna. Þá var auglýst eftir pilti í ísafold, sendisveini. Ég sæki um þetta og fæ það. Eu ég hafði alltaf verið mikið fyrir vélar og var alllaf eilthvað að grúska í þeim í prentsmiðj- unni. Þá var það einn daginn að Björn (Jónsson, síðar ráðherra, stofnandi Ísafoldar) kom til mín og sagði: — Jóhannes, þú verður að læra prentverk! Ég sagði nei, en svo var það einn dag, að hann kallar mig inn á skrifstofu og segir: — Nú ferð þú að læra prent og ég skal borga þér meira en ég borga nokkrum öðrum nema, þú skalt fá fimmtán krónur á mánuði og við reiknum tímann frá því að þú komst. Farðu nú og segðu pabba og mömmu þetta. Mamma varð svoleiðis himinlifandi yfir að þttrfa ekki að senda soninn til sjós aftur. Svona byrjaði þetta. Það hefur þó verið farið að tíðkast að borga nemum kaup, en hafa þá ekki upp á fæði og húsnæði eins og áður? — Það þekktist auðvitað enn hjá iðnaðarmönnum, en það liafði minnkað mikið. Svo fórst þú út og lærðir meira, var það ekki? — Eftir tíu ár, já. Ég hafði alltaf haft áhuga á að læra litprentun, sérstaklega að prenta litmyndir. Hér þekktust varla klisjur, og þær voru þá bara svarthvítar. En ég hafði ákaflega mikinn áhuga á að læra litprentun. Svo ég fer til Kaupmannahafn- ar 1915. Þá er fyrra stríðið byrjað. Ég reiknaði með að hafa næga peninga til að lifa af að minnsta kosti fyrstu vikuna í Kaupmannahöfn. Við áttum að vera fjóra daga á leiðinni, en ég held að það hafi orðið þrjár vikur. Og þcgar ég var búinn að borga fæðið um borð, þá átti ég tvær krónur eftir. Það var þannig að við vorum teknir af Englend- ingttm og farið með okkur til Kirktvall, þar sem við vorum nokkra daga, og síðan var farið með okkur til Leith og þar var farangurinn rannsakað- ur. Þá vorum við með kolsýrudunka frá Sanitas og það tafði okkur um þrjá daga. Þeir þurftu að rannsaka nákvæmlcga, hvort þetta væri ekki sprengi- efni. Og sem sagt, þegar ég hafði borgað fæðið, þá átti ég eftir tvær krónur. Ég átti sem sagt fyrir fyrstu nóttinni, en svo ekki meir. PRE.NTARINN 25

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.