Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 31
„Pólitík, það er brauð og magarín“ Síðari hluti viðtals við Stefán Ögmundsson Hvenær ertu fyrst kosinn í stjórn prentara- félagsins? Það var 1932, og sat cg þar þá í tvö ár sem meðstjórnandi. Varstu kosinn pólitískri kosningu? Það er at og frá, að minnsta kosti ekki flokks- pólitfskri. Þá voru nm eitt hundrað manns í fé- laginu. Við kommúnistarnir vorum fáir, ekki fleiri en tuttugu og finnn, svo það var auðvitað óhugs- andi að koma manni í stjórn með því pólitíska fylgi. En við störfuðum mikið og ég held að það hafi verið málstaður okkar, og áhugi á m.ílefnum stéttarinnar, sem mestu réði um það, að við kom- um manni í stjórn í þetta sinn. Þá gátu Alþýðu- flokksmenn cinir ráðið því scm þeir vildu í félag- inu en meðal þeirra voru margir frjálslyndir menn og fordómalausir gagnvart róttækum skoðunum okkar sem yngri vorum. En margir áttu líka þá cins og síðar erfitt með að þola andmæli og aðrar skoðanir en þeir sjálfir höfðu, án |)ess að neyta aflsmunar. Annars voru lög félagsins um kosninga- fyrirkomulag mótuð af því viðhorfi, að flokkspóli- tík réði ekki kjöri manna til trúnaðarstarfa. Þetta átti þó eftir að breytast í framkvæmd enda þótt Iögin héldust óbreytt og bjóði upp á þann mögu- Icika að vclja milli manna. Heldurðu að það sé rétt stefna, að skipa stjórnir og trúnaðarstöður verkalýðsfélaga eftir pólitík? Ef þú átt við flokkspólitík, segi ég nei, ég hef aldrei haldið það. Pólitfk í stéttarsamtökum á ekki að miðast við það að hver og einn sé krafinn um flokkspólitíska afstöðu þegar valið er til trún- aðarstarfa. Hitt er svo annað mál, að það hlýtur að vera ríkur þáttur í starfi verkalýðsfélags, að móta starfsemi þess og uppeldisáhrif á þann veg, að menn taki stéttarlega afstöðu til mála og læri að þekkja mólherjann sem við er deilt, barizt og samið. Og eftir því hlýtur auðvitað að fara um val í helztu trúnaðarstöður, hvern þroska menn hafa í þeim efnum. En það er máske rétt að doka ögn lengur við þessa spurningu, hún er ])css virði; hún minnir mig líka á viðkvæði eins af eldri forustumönnum prentarafélagsins, þegar þessi mál bar á góma. Það var Magnús í Lambhól. „Pólitík", sagði ’ann, „það er brauð og magarín". Og þegar maður fór að íhuga hvað hann meinti var það auðvitað fólk- ið, sem ekkert átti, — hafði enga eða illa launaða vinnn. Þegar það leitaði úrræða var það orðið pólitískt mál, einkanlega ef um samtök var að ræða. Og það var hreint ekki sama hverjir fórn með völdin í bæjarfélaginu eða þjóðfélaginu, — hvort það voru fulltrúar eignamanna eða allslcys- ingja, — ef úr átti að rætast fyrir þeim, sem vant- aði brattð og magarín. Það er mikill barnaskapur að halda, að félags- skapur launafólks geti verið ópólitískur. En spurn- ingin vekur enn aðra. Hvers vegna stofnar iaunafólk með sér félags- skap — stéttarfélag? Og svarið er: Til þess að bæta kjör sín, cða cins og það er orðað í lögum H.Í.P.: „að styrkja félagsmenn í atvinnuleysi, vcikindum og þegar þeir þurfa að láta af störfum sakir aldurs eða örorku. að kotna : veg fyrir að réttur félagsmanna sé fyrir borð borinn í atvinnumálum.” Og þarna erum við komin inn á hættusvæðið — pólitíkina, stéttaskiptinguna, stéttabaráttuna. Á hendttr hverjum gerum við þessar kröfur? Á hend- ur haiulhöfum atvinnutækjanna, og auðmagnsins, eignastéttinni og rfkisvaldi hennar. Krafan um atvinnu og sómasamleg laun er stjórnmálalegs eðlis, krafan um styrki í atvinnuleysi, veikindum, elli- og örorkulífeyri eru þjóðfélagslegar kröfur — pólitík. Svo framarlega, sem við viðurkennum að stofnun 29 PKENTARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Undirtitill:
blað Hins íslenzka prentarafélags
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-1985
Tungumál:
Árgangar:
59
Fjöldi tölublaða/hefta:
224
Gefið út:
1910-1980
Myndað til:
1980
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Hið íslenzka prentarafélag (1910-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Prentun. Bókband. Félag bókagerðarmanna.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað: 1.-8. tölublað (01.01.1972)
https://timarit.is/issue/354742

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-8. tölublað (01.01.1972)

Aðgerðir: