Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 20
Viðtal við
Bessastaða-
prentarann
Þórður Bjarnason er meðal elztu núlifandi prent-
ara, fæddur 5. júlí 18S6, og varð því 86 ára á síð-
astliðnu sumri. Hann var kjörinn heiðursfélagi
Hins íslenzka prentarafélags á 75 ára afmæli þess
og sæmdur gullmerki félagsins af sama tilefni ásamt
öðrunt prenturum, sem starfað höfðu að iðninni
50 ár eða lengur.
Þórður er fæddur að Skógtjörn á Alftanesi, þar
sem foreldrar hans, Bjarni Þórðarson og Guðbjörg
Sigurðardóttir, bjuggu. Eins og títt var á þeim tíma
fór Þórður snemma að vinna á heimili foreldra
sinna við bústörfin.
Viðtal það, sem hér fer á eftir, var tekið á
heimili Þórðar, Skaftahlíð 34, 22. september 1972.
— Þórður, það var næsta fátítt í upphafi þessarar
setrið Bessastaði, og þegar Skúli Thoroddsen flyzt
prentverk innan sveitar. Hver var aðdragandi
þess?
„Skógtjörn er í næsta nágrenni við höfðingja-
setrið Bessastaði, og þegar Skúli Thoroddsen flytzt
þangað um aldamótin réðst ég til búsins og vann
þar ýmis verk, sem til féllu. Meðal annars sá ég um
að ekki yrði vatnsskortur hjá kvenþjóðinni í eld-
húsinu, en vatn var þá borið inn f húsið. Ég var við
þessi störf á annað ár. Vel kom mér saman við
kvenfólkið, og ráðskona búsins, Guðbjörg Jafets-
dóttir, móðursystir Einars Sigurðssonar prentara,
vildi ekki að ég færi burt og varð hvatamaður
þess að ég fengi að læra prentverk i Prentsmiðju
Þjóðviljans. Ég hóf svo námið 15. maí 1902.“
— Þú hefur lært hvort tveggja, setningu og prent-
un?
„Já, eins og venja var á þessum tíma, lærði ég
báðar greinarnar, en vann þó meira að setningu
fyrstu árin.“
— Hver voru verkefnin í Prentsmiðju Þjóðviljans
á námsárum þfnum?
„Það var nú aðallega Þjóðviljinn, prentun á
neðanmálssögum úr því, rfmnaskáldskapur og eitt-
hvað af skáldsögum. Einni bók man ég eftir sérstak-
lega, sem við prentuðum, það var Skipið sekkur
eftir Indriða Einarsson."
— Hver var vélakosturinn?
„Prentvélarnar voru fyrst tvær, eu önnur var
flutt aftur til ísafjarðar í sambandi við kosninga-
undirbúning og eitthvað af letri með henni. Press-
urnar voru að sjálfsögðu handsnúnar og þurfti tvo
fíleflda karlmenn til þess verks."
— Hverjir voru samstarfsmeun þínir á náms-
árunum?
„Það var Jón Baldvinsson, sem lært hafði í
Prentsmiðju Þjóðviljans á ísafirði og fluttist með
henni tii Bessastaða, og Einar Sigurðsson, sem einn-
ig mam f Prentsmiðju Þjóðviljans á ísafirði og fór
suður með Skúla Thoroddseu. Hann var verkstjóri
í prentverkinu á Bessastöðum. Haraldur Gunnars-
son, sonur ráðsmannsins á Bessastöðum, hóf þar
prentuám tveimur árum síðar en ég, f október
1904. Og réttu ári síðar hóf nám í prentsmiðjunni
Sigurður Kjartansson."
— Lærifeðurnir, Jón og Einar, hafa verið góðir
prentarar og félagar?
„Já, blessaður vertu. Þessa menn þarf ekki að
kynna fyrir prenturum. Þeir voru góðir félagar og
síðar í forustusveit prentara og alþýðunnar."
— Hvernig húsbóndi var Skúli?
„Hann var ágætur húsbóndi, skipti sér ekki aj
neinu í prentsmiðjunni og kom yfirleitt ekki ná-
lægt prentverkinu sem slíku."
— Stjórnaði Skúli ekki búinu á Bessastöðum?
„Hann hefur vafalaust haft yfirstjórn þess, en
hann hafði ráðsmann, Gunnar Sigurðsson, og ráðs-
konu, Guðbjörgu Jafetsdóttur, sem ég nefndi áðan,
og þau önnuðust búið.“
— Var um nokkurt próf að ræða, þegar þú liafð-
ir lokið námstímanum?
„Nei, ekki var það. En árið 1903 fór Einar Sig-
urðsson frá Bessastöðum til vinnu í ísafoldarprent-
smiðju. Ári síðar hætli Jón Baldvinsson einnig vinnu
í Prentsmiðju Þjóðviljans og gerðist stofnandi Gut-
enbergs og sama gerði Einar Sigurðsson, hann
hætli vinnu í ísafold og gerðist stofnandi Guten-
bergs. Þegar þessir tveir menn voru farnir burt
hvíldi þungi prentverksins á mínum herðum, það
var eins konar sveinspróf."
— Manstu, Þórður, hvernig kaupinu var háttað
á námsárunum?
„Ég fékk 60 krónur í kaup yfir árið, frftt fæði
og húsnæði, jafnt allan tímann."
— Var þetta álitið sæmilegt kaup á þessum ár-
um?
„Ja, það dugði fyrir fatnaði og því nauðsynleg-
18
PRENTARINN