Prentarinn - 01.01.1972, Síða 46

Prentarinn - 01.01.1972, Síða 46
Frá norrœnu prentararáðstefnunni á Hótel Loftleiðum. Þing norrænna prentara haldið á íslandi í fyrsta sinn Dagana 8.—12. júlí síðastl. var ráðstefna norrænna prentara haldin í fyrsta sinn hér á íslandi. Nor- ræna prentarasambandið (Nordisk Typograf-Union), hefur allt frá stríðslokum haldið slíka ársfundi. har liafa fulltrúar prentarafélaganna í Noregi, Finn- landi, Danmörku og Svíþjóð hitzt, til þess að skipt- ast á upplýsingum og taka afstöðu til ntála, sem á einhvern hátt snerta félögin öll. Annað aðalverk- efni Norræna prentarasambandsins er að veita fjár- hagsiegan stuðning, ef verkfall eða verkbann á sér stað, lijá einhverju aðildarsambandanna. í fyrravetur, þegar íslenzkir bókagerðarmenn stóðu einir í verkfalli, sannaðist að samvinnan er meira en orðin tóm, því þá sendu norrænir bókagerðar- menn injög stóra verkfallsstyrki til HÍP. Sænska sambandið sendi sem svarar 267,370 ísl. krónum, það finnska 199,987 fsl. kr„ og dönsku prentar- arnir 150,987 fsl. kr. En þessi stuðningur hafði líka meiri þýðingu í verkfallinu en verður veginn og mældur f krónum. Ráðstefnan var haldin að Hótel Loftleiðum, og sátu hana 17 fulltrúar. Frá Finnlandi komu: Erkki Nissila, Aarne Koskinen, Veera Hokkanen og Jud- ith Sundman sem túlkur. Frá Noregi: Reidar Lang- Ss, Haivy Pedersen og Gunnar Kokaas. Frá Sví- þjóð: Erik Alderin, Olle Hansson og Axel JanSs, en dönsku fulltrúarnir voru: Henry Nielsen, Louis Andersen og Hans Hansen. Fulltrúar HÍP voru: 42 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.