Prentarinn - 01.01.1972, Side 53

Prentarinn - 01.01.1972, Side 53
til þess að halda fyrirlestra á almennum fundi með bókagerðarmönnum. Það tókst, og strax að þing- inu loknu var efnt til slíks fundar. Fyrsti ræðumaðurinn var John Bonfield, forseti IGF. Hann rifjaði upp sögu alþjóðlegs samstarfs bókagerðarmanna og lýsti skipulagi Alþjóðasam- baudsins. Henry Nielsen talaði um Efnahagsbanda- lagið, og var algerlega andvígur aðild Danmerkur að bandalaginu. Harry Pedersen, ritari Norsk Graf- isk Forbund, sagði frá samstarfi bókagerðarmanna í Noregi, og Axel JanSs, sem var nýkominn af Drupa-sýningunni, lýsti þeim nýjungum sem vöktu mesta athygli hans þar, og sýndi skuggamyndir með til skýringa. Flest erindanna verða birt síðar og því ekki rakin hér. Fundarsókn var sæmileg, ef tillit er tekið til þess, að þetta var á miðjum sumarleyfistímanum og prenlarar á flakki bæði utan lands og innan. Þótt mikill tími færi að sjálfsögðu í fundahöld, var ekki ætlunin að loka jringfulltrúana allan tím- ann inni á Hótcl Loftleiðum, heldur var reynt að gefa jreim og eiginkonum þeirra nokkur kynni af borginni og landinu. Farið var í skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni og |>eim var sýnt hús HÍP, söfn og nokkrar prentsmiðjur og allir erlendu gest- irnir voru viðstaddir opnun bókasýningar, sem Landsbókasafnið gckkst fyrir í tilefni 75 ára af- mælis HÍP, og laugardaginn 8. júlí var svo haldið austur í Laugardal til jress að sýna þeim landnám prentara í Miðdal. Þótt farið væri af stað í sólskini og blíðskapar- veðri úr bænum var suddarigning þegar komið var austur. En það stóð heima að þegar búið var að týgja sig í regngallana og allir komnir út úr bílun- um, stytti upp og gerði glaðasólskin og enn léttist brúnin á mönnum jregar komið var í orlofsheimilin því þar tók Miðdalsfélagið á móti gestunum með kaffi og hlöðnum borðum af kræsingum. Eftir hcilmikið kaffigildi var haldið í gönguferð um svæðið og litið inn í nokkra bústaði og mátli heyra á gestum okkar að jrá furðaði hversu mikið hafði tekizt að framkvæma Jrarna í Miðdal af fá- mennu félagi. Eftir að ráðstefnunni lauk var lialdið í eins dags ferð um Suðurland. Komið var að Skálholti, Flúð- um, Gullfossi og Geysi og lialdið um Þingvelli á heimleið. Og aftur var veðrið okkur hliðhollt því þetta var einn af fáum sólardögum hér sunnan lands í júlímánuði og ferðin varð mjög ánægjuleg. í kveðjuhófi sem HÍP hélt erlendu gestunum, færðu formenn allra norrænu bókagerðarsamband- anna HÍP veglegar afmælisgjafir. Þessum gjöfum hefur nú verið kom ð fyrir í félagsheimilinu að Hverfisgötu 21. G.S. Guðmundur Guðmundsson látinn Guðmundur Guðmundsson, setjari í Gutenberg, lézt 19. ágúst s. 1. Hann var fæddur 23. júlí 1898 að Haukadal í Biskupstungum og hóf nám í prent- smiðju Östlunds 1. október 1912. Guðmundur starf- aði í Gutenberg frá 1917—1922 er hann fór til Dan- merkur til eins árs dvalar. Síðan vann hann við prentstörf í Vestmannaeyjum til 1926, en fór þá aftur í Gutcnberg og starfaði þar til dauðadags. Guðmundur Guðmundsson varð félagi í Hinu ís- lenzka prentarafélagi 10. janúar 1918. Hann var sæmdur gullmerki HÍP á afmæli félagsins 4. apríl í vor. Guðmundur var vinsæll vinnufélagi og vel met- inn. PRENTARINN 49

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.