Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 30
tæktar. Svo kcmst cg þarna að, en hann cr eitthvað
við verzlun. Þá segi ég honum að það sé laust pláss
í ísafold og hann skuli fara í það.
A þessum árum voru allir formar þvegnir úr lút,
sápulút. Þarna var sérstakur stór vaskur scm maður
setti forminn í, bar svolítinn lút á og skolaði svo
með vatni. Þá var vatnið sótt í Prentsmiðjupóstinn
við Aðalstræti.
Nú langar mig a5 skyggnast ó bak við nafnið,
Jóhannes, og kynnast manninum sjálfum. Þú
sagðir áðan, að þú hefðir haft með höndum
kristilegt starf, jafnframt prentverkinu. Hefur
þú lengi haft áhuga á trúmálum?
— Ég kynntist KFUM 1902, komst inn á drengja-
fund og varð ákaflega hrifinn. Ég hafði lútt mann,
sem stoppaði mig uppi á Landakotstúni, þar sem
ég var að bera út ísafold eða Fjallkonuna, og fór
að tala við mig. Ég hafði verið að kroppa í sólbruna
á eyrnasneplinum og hann sagði að ég mætti ekki
kroppa í þetta, því það gæti hlaupið illt í það.
Svo bætli hann við: — Ég sé að þú ert að bera út
blað, svo ég má þá ekki tefja þig, vertu blessaður
og sæll. Svo tók hann ofan fyrir mér, tíu ára dreng.
Ég var alltaf að leita að þessum manni um sum-
arið, en það var ekki fyrr en um hauslið, að ég sá
hann aftur. Ég hitti þá kunningja minn einn sunnu-
dag og fór að ræða við hann. Hann var eirðarlaus
meðan við töluðum saman, og að lokum sagði hann:
— Jæja, ég má ekki vera að þessu, ég er að flýta
mér.
— Hvert ertu að fara?
— Niður í KFUM.
— KFUM, hvað er nú það?
— Það er drengjafundur.
— Má ég koma með?
— Já, ætli það ekki.
Það er ekki að orðlengja það, að ég fór með hon-
um. Þegar við komum niður í KF'UM voru lestrar-
stofurnar alveg fullar af strákum. Svo var hringt
bjöllu og allir þustu upp í stóran sal. Þar sá ég
manninn. Það var séra Friðrik.
Ég hreifst mjög af þessari samkomu og vildi ólm-
ur láta innrita mig að loknum fundi. Ég var þá
leiddur fyrir þann, sem það gerði, og gaf lionum
upp nafn og heimilisfang, sem hann skráði sam-
vizkusamlega í meðlimaskrána. Svo spurði hann
um fæðingardaginn og fæðingarár. Ég sagði lionum
það.
— 1892! sagði hann. — Séra Friðrik, hann er of
ungur, aðeins tíu ára.
— Heyrðu, vinur minn, sagði séra Friðrik. —
Maður verður að vera orðinn tólf ára til að geta
verið í KFUM. En við erum með sunnudagaskóla
fyrir yngri börnin. Þú skalt koma þangað. Og flýttu
þér svo að verða tólf ára.
28
Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum yfir
að komast ekki inn, en stundaði sunnudagaskólann
næstu tvö ár, og daginn sem ég varð tólf ára lét ég
innrita mig í KFUM. Eftir átta ára veru þar tók ég
að mér eina af yngri deildunum, og síðan hef ég
starfað mikið í kristniboðsmálum, í KFUM, Kristni-
boðsfélagi karla og Sambandi íslenzkra kristniboðs-
félaga.
Ég hef ferðazt víða vegna þessa starfs, bæði utan
lands og innan, sá t. d. um Sjómannaheimilið á
Siglufirði nokkur ár, Zion á Akureyri, eins og ég
kom inn á áðan. Utanlands hef ég t. d. predikað í
Noregi og í Færeyjum. Var meira að segja að koma
úr hálfsmánaðarferð til Færeyja núna um daginn.
Þeir buðu mér að koma og tala við opnun nýs
trúboðshúss. Ég var þar fimmtán daga og prcdikaði
átta sinnum þann tíma.
Minnistu einhverrar ferðar sérstaklega?
— Já, en það var ekki beinlínis predikunarferð,
heldur var það ferð til Palestínu, sem við hjónin
fórum fyrir nokkrum árum. Sr. Frank M. Halldórs-
son stóð fyrir þeirri ferð og það var nokkur hópur
sem fór. Það var dýrleg ferð. Það hefur alveg sér-
staka tilfinningu að stíga fæti á þá jörð, sem hefur
jafndýrmætar minjar að geyma og þeir staðir sem
við heimsóttum. Við fórum um þá staði, sem merk-
ustu atburðir biblíunnar höfðu skeð á, söfnuðumst
saman og lásum þessa ritningarkafla. Það var ó-
gleymanleg ferð. — hm
PRENTARIN N