Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 12
Avarp Lúthers Jónssonar
við afhendingu gullmerkja H í P
Formaður. Góðir íélagar.
Okkur finnst allajafna drjúgur tími liðinn síðan
prentverk liófst hér á landi. Þó höfum við hér með
okkur í dag hóp manua, sem hafa starfað liver um
sig að þessari iðn okkar tæpan áttunda hluta alls
þess tíma, sem preutað hefur verið á íslandi. Sumir
þeirra eru raunar komnir langt yfir fimmtíu ára
starfsaldur, en aðrir eru enn í fullu starfi og svo
unglingslegir í öllu sínu fasi, að sú liugsuu leitar
á mann, að þeir eigi eftir að halda upp á 75 ára
starfsafmæli sitt.
Þólt ýmsir hafi verið með lirakspár um prent-
iðnina í nokkra áratugi, bæði hér á landi og erlend-
is, hafa þær ekki rætzt. „Nú á bókin stutt eftir ó-
lifað,“ var sagt, þegar kvikmyndin komst úr vöggu;
„nú hætta hækur að seljast," sögðu sumir, er út-
varpið kom til sögunnar; „nú er bókin dauð,"
sögðu enn aðrir, þegar sjónvarpið varð almenn-
ingseign. En bókin er ekki dauð. Hún hefur senni-
lega aldrei lifað betra lífi en í dag. Það er sama,
hvert litið er f heiminum, alls staðar eykst bóka-
útgáfa og önnur prentun hröðum skrefum. Sam-
einuðu þjóðirnar hafa valið þetta ár „Ár bókar-
innar". Það er ekki ætlað sem hressandi sprauta
í líflausl fyrirbrigði, heldur til þess að heiðra bók-
ina fyrir félagslegan og menningarlegan skerf henn-
ar til mannlífsins fyrr og síðar.
Ef hrakspárnar hefðu reynzt réttar, stæðum við
naumast hér. Við lifðum ekki allir af cyðublöðum
cinum saman. En sem betur fer urðu áhrif allra
þessara uppfinninga — sem nú eru gjarnan kallaðar
fjölmiðlar — þveröfug. Þótt ég hafi ekki kannað
það, sýnist mér fljótt á litið, að við prentum núna
á einu ári upp undir það eins mikið og fyrrum var
prentað á heilli öld. Og svo stórstígar hafa framfar-
irnar verið á tuttugustu öldinni, að þorri alls þess,
scm prentað hefur verið á íslandi frá upphafi, hef-
ur verið prentaður á þcirri hálfu öld, sem þessir
félagar okkar hérna hafa unnið prentlistinni. Reynd-
in hefur orðið sú, að bókin liefur orðið manninum
Tveir hútir aö ajlokinni gullmerkja-
afhendingu: Magnús S. Magnússon
(til vinstri) og Þórður Bjarnason (til hatgri).
Magnús er elztur núlifandi prentara.
æ nauðsynlegri fylginautur, því almennari sem hún
hefur orðið. Bókin hefur það líka fram yfir flesta
aðra gripi, að hún er einstaklega fjölhæfur og trúr
félagi; hún er ávallt reiðubúin, hvenær sem eig-
andinn vill, þess albúin að gleðja, skemmta eða
fræða að vild. Því vænti ég þess, bæði mannsins
vcgna og prentlistarinnar, að tengsl manns og bók-
ar eigi eftir að verða enn meiri og nánari en hing-
að til.
Hérna eru nú með okkur 22 menn, sem eiga það
sameiginlegt að hafa allir unnið að prentiðn í meira
en hálfa öld — og ég veit ekki, hvað ég á að segja.
Hvað á að segja við menn, sem svo lengi hafa verið
dyggir félagsmenn Hins íslenzka prentarafélags, gold-
ið gjöld sfn, hlýtt boðum félagsins og gegnt fyrir það
trúnaðarstörfum margir hverjir, verið tryggir fé-
lagsmenu í mótlæti jafnt sem meðlæti? Ég veit ekki,
hvað á að segja, en ég hygg, að hvert verkalýðsfélag
megi vera stolt af þvílíkum félagsmönnum; stolt
og þakklátt, því að slíkir menn eru burðarás hvers
félags. Ég þakka ykkur, hálfrar aldar prentarar.Fyrir
hönd stjórnar Hins fslenzka prentarafélags þakka
ég ykkur innilega fyrir langa og góða þjónustu við
prentlistina, og félagi okkar á ég þá ósk bezta, að
það megi eignast sem flesta slíka félagsmenn.
10
PRENTARINN