Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 28
Daginn eftir fór ég upp í KFUM. Séra Friðrik
var í Ameríku, en ég var með meðmælabréf frá
sr. Bjarna Jónssyni, sem var formaður KFUM i
Reykjavík. Þar hitti ég Gunnar Engeberg, fram-
kvæmdastjóra KFUM í Kaupmannahöfn, og hanu
tók ákaflega vel á móti mér. Við röbbuðum stutta
stund saman og svo sagði hann allt í einu:
— Hefurðu borðað middag?
— Nei, sagði ég.
— Þá skulum við borða saman.
Þá spurði iiann hvort ég hefði fengið einhvers
staðar inni.
— Nei, sagði ég. En ég sagði ekkert um hvernig
ástatt væri fyrir mér. Þá sagði hann:
— Einn af framkvæmdastjórunum er í burtu. Þú
getur fengið að vera í herberginu lians þangað til
hann kemur. Hann verður viku að heiman.
Ég tók þessu, en sagði ekkert hvernig var ástatt
og svclti í heila viku, alvcg.
Þú hefur þá ekki verið búinn að tryggja þér
vinnu áður en þú lórst að heiman, bara farið
upp á von og óvon?
— Já, en bíddu nú við. Ég skal rekja þetta fyrir
þér áfram. Það var samferða mér læknir, nýútskrif-
aðtir. Tryggvi hél hann Eiríksson. Þeir voru úti
við framhaldsnám, hann og Halldór Hansen. Við
Tryggvi vorum klefafélagar. Ég þekkti hann áður,
og þcgar við komum til Hafnar segir hann við mig:
— Jóhannes, ef þú þarfnast einhvers, þá komdu
bara lieim.
Þegar ég svo er að fara lieim úr göngutúr síð-
asta kvöld vikunnar og er á gangi eftir Strikinu, þá
lít ég í glugga og þegar ég sný mér aftur frá hon-
um rekst ég á mann, og það er Tryggvi. Hann var
þarna á gangi með kærustunni, danskri stúlku, sem
hann kvæntist sfðar. Við heilsuðumst og förum að
tala saman:
— Hvernig gengur?
— Það gengur sæmilega.
— Ertu búinn að fá peningana þína? Ég hafði
ncfnilega átt að fá peninga úti, styrk frá hinu
opinbera.
— Nei, þeir geta ekki afgreitt það fyrr en eftir
viku.
— Hvar hefurðu borðað?
— Ég hef hvergi borðað.
— En hvar hefurðu lniið?
— Ég hef búið á KFUM, en verð að fara þaðan
á morgun.
— Af hverju hefurðu ekki komið heim?
— Ja, það hefur nú verið aðalvinnan sem ég haft
síðustu viku, að fara heim til þín, en þú hefur
aldrei verið iieima.
— Hérna eru tíu krónur, sagði hann, — og
komdu svo á morgun og talaðu við mig.
Mig langaði mikið til að kaupa mér góðau mat,
en ég keypti mér bara eina appelsínu. Morgun-
inn eftir keypti ég mér hafraseyði. Svona smáþyngdi
ég matinn, og varð ekkert meint af sveltinu.
Svo fer ég að líta í kringum mig, og þá eru nokkur
liundruð prentarar atvinnulausir. Ég gekk bara f
prentsmiðjurnar og loksins var mér boðin vinna;
það var í Missions Trykkeriet. Það var prýðileg
prentsmiðja og stór, og prentaði m. a. lilmyndir. Ég
fæ þar vinnu, og cinmitt við litmyndaprentun.
Þeir vissu ekkert um að ég hafði aldrei séð lit-
rnyndir. Ég lrafði lesið mikið um þetta og tókst á
licndur að vinna við þessa vél, og það gekk svo
prýðilega, að eftir dálítinn tíma kom verkstjórinn til
mín og sýndi mér mynd og segir:
— Heldurðu að þú treystir þér til að taka þetta?
Ég skoðaði myndina nákvæmlega og sá strax að
hún þurfti að fara fimm sinnum í gegn, sem er á-
kaflega óvanalegt, því þarna var aukalitur.
— Já, já, það er ekkert í veginum með það, sagði
— Það þykir mér vænt um, sagði verkstjórinn,
því aðrar prentsmiðjur hafa gefizt upp við það.
Og þetta gekk ágætlega.
Ég var svo heppinn, þegar ég byrjaði þarna, að
mennirnir unnu fyrirvinnu, byrjuðu fyrir klukkan
átta á morgnana, og ég kom fyrir tímann fyrsta
morguninn. Þá voru allar vélar í gangi. Mér er
sýiul vélin, sem ég á að vinna við og hún er i gangi
og þetta gengur allt fyrir rafmagni, sem maður
þckkti ekki til þá. Og ég var að velta því fyrir mér,
hvernig þetta væri sett af stað og hvernig stoppað.
Svona lærði ég þetta, bara meðan ég beið þarna.
Svo komst maður inn í þetta undir eins.
Það versta var held ég annan daginn. Þá þurfti
ég að vinna eftirvinnu og var aleinn í salnum. Þá
vissi ég ekkcrt hvernig ég átti að komast út. En
svo bjargaðist það, því hún kom, konan sem átti að
gera hrcint og hún vísaði mér út.
26
PRENTARINN