Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 54

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 54
Sænskir bókagerðarmenn sameinast Undanlari Um fjölda ára liafa umræður staðið yfir í Svíþjóð milli bókagerðarfélaganna um sameiningu þeirra f eitt félag. Árið 1926 var samþykkt tillaga þessa efn- is í bókbindarafélaginu og send öðrum félögum, en hún fékk ekki nægilegt fylgi. I>ó náðist sá árangur, að samband var stofnað þeirra f milli (kartell) um ákveðna málaflokka, en var þó aðeins ráðgefandi og gat því ekki haft þau áhrif á gang mála sem þurft hefði. Á árinu 1963 samþykktu svo bókbindarar aftur að gera þessa tilraun og hófust umræður f alvöru um sameiningu. Á árinu 1968 voru samningar milli bókbindara og prentara langt komnir og bæði féiög- in höfðu ákveðið að sameinast þótt ekki næðist sam- komulag milli allra félaganna. — Litografafé- laginu hafði jrá ekki verið meirililuti fyrir slíkri sameiningu, en þegar Ijóst var að af sameiningu 2ja félaga yrði, endurskoðuðu litografar sína afstöðu og samþykktu þá að vera með f umræðu um að öll félögin sameinuðust f eitt félag. Mikil og liröð tæknileg þróun í bókaiðnaðinum í Svíþjóð á und- anförnum árum, og ekki sízt nauðsyn á samstöðu félaganna í samningum við atvinnurekendur, sann- aði betur en nokkuð annað nauðsynina á að sam- cina félögin. Sameining ekki langt undan Sameiningaitillagan, sem nefnd allra bókagerðar- félaganna hafði samið, var svo lögð fyrir aukaþing litografa í mai í vor og var Jrar samþykkt með yfir- gnæfandi meirililuta. Var nú flcstum hindrunum rutt úr vegi og hægt að snúa sér að framkvæmdum. Tillögum um lög fyrir nýja félagið, sem BLT-nefnd- in (B.L.T. — bókbindarar, litografar og typografar) hafði samið, var nú dreift meðal allra félagsmanna og voru ræddar í deildunum út um landið og í starfsmannafélögum. Að síðustu á jringum hvers fé- lags fyrir sig og loks endanlega samþykktar á samein- ingar-þinginu nú í ágúst f sumar. Undirrituðum var boðið að sækja þing Svenska typografförbundet og síðan sameiningarjringið, en Jjcssi þing voru haldin dagana 14.—18. ágúst eins og áður er sagt. Það yrði langt mál að skýra frá öllu Jrvf sem séð varð og heyrt, en ég vil reyna að skýra frá því markverðasta, sem mér finnst okkur hér lieima koma við. PrentaraþingiS 13. og 14. ágúst Þing prentaranna var sett við hátíðlega athöfn í Folkets hus þar sem spiluð var kammermusik og leikarar frá Pro-teatret sungu nokkra söngva úr leik- riti, sem þeir eru að semja um sögu prentara og baráttu Jreirra gegnum árin. Er leikrit þetta samið í hópvinnu og leggja prcntarar til góð ráð og pen- inga. Það sem við fengum að heyra lofar virkilega góðu um árangur, en leikritið átti að frumsýna í haust. Eormaður prentarafélagsins, Erik Alderin, flutti skýrslu félagsins, sem náði yfir árin 1968—1971 og sömuleiðis voru ársreikningar þessara ára til um- ræðu og samþykktar. Var greinilegt af andrúms- loftinu að menn væntu annarra og mikilvægari verk- efna en að þjarka um ársskýrslur og reikninga fé- lagsskapar sem nú var að því kominn að leggja sig niður og hefjast á ný í nýju félagi. Menn væntu mikils af Jressu nýja félagi og því varð að vanda vel til þess. BLT-nefndin hafði unnið mjög mikið starf og var formaður hennar Olle Ástrand, formaður fé- lags bókbindara. Hann var eitinig frumkvöðull að þeim alvarlegu umræðum, sem hófust 1963. Umræðurnar um lög fyrir hið nýja félag voru fjörugar og höfðu komið fram fjölmargar breyting- artillögur frá deildum utan af landi og Stokkhólmi, einnig frá einstaklingum. Höfðu þær verið ræddar í stjórn félagsins og annað hvort lagt til að þær yrðu felldar og J)á með rökstuðningi fyrir J)ví, eða sam- þykktar. Þær breytingatillögur, sem samjrykktar voru á hverju þingi fyrir sig (öll félögin þinguðu hvert í sínu lagi þessa sömu daga) voru síðan lagð- ar fyrir sameiginlegan aðalsljórnarfund 16. ágúst og reynt að ná samstöðu um þær fyrir sameiningar- þingið 17. ágúst. Þær tillögur, sem mestar umræður urðu um í sambandi við lögin, voru þessar: 1) Búseta í Stokkhólmi skal ekki vera skilyrði fyr- ir vali í aðalstjórn nýja félagsins. 2) Ákvarðanir í stærri og þýðingarmeiri málum sktilu fara til atkvæðagreiðslu á vinnustöðunum. 3) Á nýja félagið að vera sem heild aðili að Sósíal- demókrataflokknum? 4) Skulu fulltrúar í aðalstjórn vera kosnir úr tölu allra félagsmanna, eða aðeins þeirra sem eru á vinnustöðum (ekki starfsmenn félagsins)? 50 PRENTARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.