Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 14
ÁNÆGJULEG AFMÆLISHÁTÍÐ
75 ára afmælishátíð Hins ísl. prentarafélags var
haldin í Stilnasal Hótel Sögu föstudaginn 7. apríl
sl. Samkomulag hafði tekizt um að sleppa í ár sam-
eiginlegri árshátið bókagerðarfélaganna en stefna
þess í stað að veglegri afmælishátíð HÍP. I’etta tókst
með þcint ágætum, að þetta varð fjölmennasta sam-
koma bókagerðarmanna frá uppliafi, tæplega scx
liundruð gestir.
Haukur Már, formaður skemmtinefndar HÍl’,
setti hátíðina og kynnti veizlustjóra, sem var Ellert
Ag. Magnússon, og tók hann þegar við stjórn sam-
komunnar og gegndi starfi sínu með mikilli rögg-
semi. Þá flutti Þórólfur Daníelsson, forrn. HÍP,
minni stofnendanna, en kveðjur og ávörp fluttu
Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, Óskar
Hallgrímsson, fulltrúi ASÍ, Baldur Eyþórsson, for-
12
PRENTARINN