Prentarinn - 01.01.1972, Page 47

Prentarinn - 01.01.1972, Page 47
Þórólfur Daníelsson, Pjetur Stefánsson, Kári B. Jónsson, Lúther Jónsson og Guðjón Sveinbjörns- son. Forseti Alþjóðasambands bókagerðarmanna, John Bonfield, var gestur HÍP þá daga sem ráðstefn- an stóð yfir, og sat hana sem áheyrnarfulltrúi. Bonfield er einnig formaður enska Prentarasam- bandsins, Thc National Graphical Association. Þórólfur Daníelsson setti fundinn, bauð erlenda gesti velkomna, og sagðist vona að þeir ættu góða og eftirminnilega daga, meðan þeir dveldu hér, og að þeir fengju að sjá eitthvað af landinu, þar eð enginn þeirra hefði komið hingað fyrr. Hann gaf síðan John Bonfield orðið. Bonfield flutti stutt ávarp, og sagði að sér væri kunnugt, að islenzkir prentarar hefðu á mörgum sviðum haft forystu í kjarabaráttunni, allt frá fyrstu árum íslenzku verkalýðssamtakanna, og þar með átt sinn þátt í að skapa þá góðu lífsaf- komu, sem nú væri hér á íslandi. Sér væri mikil ánægja af að flytja HÍP afmæliskveðjur fyrir hönd Alþjóðasambands bókagerðarmanna, en það hefði nú innan sinna vébanda rúmlega 40 sambönd, og félagatala þeirra slagaði hátt f 800 þúsund. Að lokum óskaði hann HÍP og norrænum prenturum góðs gengis. Þá var komið að kosningu fundarstjóra og rit- ara, og var Þórólfur Daníelsson kosinn fundar- stjóri, en ritarar Kári B. Jónsson og Lúther Jóns- son. Fjögurra ára samningar í Finnlandi Það er föst venja á þessum fundum að fulltrúar hvers sambands segi helztu tíðindi úr félagsstarfinu og kjarabaráttunni á liðnu ári og rifji upp það sem þeir telja hafa gerzt merkilegast í prentiðn- aðinum í heimalöndum sfnum. Að þessu sinni var Nissilii, formaður finnska sambandsins, fyrstur á mælendaskrá. Hann sagði að finnskir bókagerðarmenn hefðu ekki viljað sætta sig við þá allsherjarsamninga sem gerðir voru i ársbyrjun, milli launþega- og at- vinnurekendasambandsins, og því klofið sig út úr samflotinu og tekið upp beinar viðræður við at- vinnurekendur í prentiðnaði um sérkröfur sínar. í fyrstu vildu atvinnurekendur ekki ljá eyru neinum breytingum frá heildarsamningunum, en buðust síðar til að koma til móts við ýmsar sér- kröfur prentarasambandsins, ef samið yrði til 5 ára. Þetta þótti bókagerðarmönnum allt of lang- ur tími, og var deilunni vísað til sáttasemjara. Eftir mikið þóf, var gengið til allsherjaratkvæða- greiðslu um samningstilboð í byrjun maímánaðar, sem gerði ráð fyrir 4ra ára samningstíma. Tilboð- ið var samþykkt í bókagerðarsambandinu, með 2000 atkvæða meirihluta. (Félagsmenn eru um 17 þúsund). Aðalatriði samkomulagsins eru þessi: Þegar samningurinn tók gildi, í byrjun maí, hækkaði tímakaupið um 44—56 pfenninga (en það svarar til 9,24—11,76 ísl. kr.). Vaktaálag hækk- aði um 11%, sérstök uppbót á laun hækkaði um 22%. Starfsfólk dagblaða, sem vinnur að staðaldri á laugardögum, fær þá kvöld-, nætur- eða vakta- uppbótina greidda tvöfalda. Þann I. apríl 1973 eiga launin aftur að hækka um 3%, og þar við bætist sú kauphækkun, sem verður í iðnaðinum frá 1. apríl 1972 til 1. apríl 1973, og er miðað við meðaltalshækkun. Þessi samræming á launum finnskra bókagerð- armanna við aðrar stéttir iðnaðarins, verður að jafnaði gerð einu sinni á ári, á meðan samning- urinn gildir, en tvisvar ef miklar kauphækkanir verða. Orlofsuppbót, sem nemur 10% af útborguðu or- lofsfé, greiðist þegar launþegi kemur aftur til vinnu að loknu sumarleyfi. Árið 1974 verður þessi upp- hæð hækkuð í 20%. Það fólk sem vinnur að staðaldri milli kl. 21,00— 06.00, og allir sem vinna venjulegar tvískiptar vakt- ir, fá 6 daga vetrarfrí. Hingað til hefur einungis starfsfólk við dagblöðin fengið vetrarfrí — 5 virka daga — en það lengist nú einnig i 6 daga. Fæðingarorlof lengist úr 6 mánuðum upp í 12. Launaflokkum var fækkað og við það fluttist margt láglaunafólk í hærri launaflokka. Ýmsar smærri lagfæringar voru gerðar. T. d. verður laugardagurinn fyrir páska frídagur eftir- leiðis og í þessum samningum fengu félagsmenn Bókagerðarsambandsins viðurkenndan forgangsrétt til endurþjálfunar vegna nýrrar tækni. PRENTARINN 43

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.