Prentarinn - 01.01.1972, Síða 48

Prentarinn - 01.01.1972, Síða 48
Framhaldsnámið eflt í Noregi Næst kom röðin að Norðmönnum, og byrjaði Rcidar Langás, formaður Norsk Grafisk Forbund, á því að lýsa kjarasamningunum sem gerðir voru snemma á árinu. Hann sagði, að við samningsgerðina hefði verið iögð áherzla á að hækka lægstu launin, og þau cru nú 540 (norskar krónur) á viku. Lágmarkslaun sveina hækkuðu úr 525 kr. í 600 kr. og sarnið var um hærra vaktaálag. Vikukaup vélsetjara og rótasjón- prentara er 10 kr. (n.) hærra en kaup handsetjara og pressumanua. Fólk sem vinnur við innskrifta- borð fær 20 kr. hærra vikukaup en vélsetjarar. Ncmakaupið hækkaði nokkuð, en minna en von- ir stóðu til, og Langás taldi, að ef prentiðnaðurinn ætlaði að laða til sín hæfileikafólk, yrðu ncma- kjörin að balna. Unglingar ættu það marga val- kosti. Ncmi á fyrsta ári fær nú 240 kr. á viku, á öðru ári 270 og 310 á 3. ári. Námstíminn er aðeins þrjú ár í Noregi, því hann var styttur fyrir nokkrum árum, þótt Nordisk Grafisk Forbund væri algjör- lega andvígt þeim breytingum. Ncmi í hæðarprentun eða offsetprentun getur þó bætt við 4. námsárinu og fengið að því loknu iðnréttindi í báðum prentunaraðfcrðunum. Fjórða árs kaupið er 360 kr. Nú var i fyrsta skipti gerður sameiginlegur kjarasamningur fyrir offsetprentara og mynda- mólasmiði, og Langás vænti þess, að sá samningur yrði undanfari annarra hliðstæðra fyrir skildustu greinarnar innan Norsk Grafisk Forbund. I>á voru fjarlægð úr samningnum öll ákvæði sem gátu valdið launamisrétti milli kynjanna, og 1. janúar 1973 verður eftirlaunaaldurinn lækkaður f Noregi úr 70 árum í 67, en á þessu sviði hafa Norð- menn verið eftirbátar annarra Evrópuþjóða. í vor var sett á laggirnar nefnd, sem Langás vænti sér mikils af. Hann sagði að mörg undanfarin ár hafi prentsmiðjur f Noregi misst verkefni vegna þcss að fyrirtæki og stofnanir, sem kaupa út mikla prcntvinnu, hafa fengið sér innskriftarborð og látið skrifstofufólk sitt vinna á þau. Gataræmurnar eru sendar í prentsmiðjurnar, og stundum jafnvel full- unnar síður, og þá er prentunin það eina sem kemur f hlut smiðjanna. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur, sem gætu orðið til þess að auka aftur hlut prentsmiðjanna. Langás sagði, að mikill tími hafi farið í að end- urskoða námsreglurnar og koma framhaldsnáminu f betra horf. Gengið var frá nýrri námsskipan fyrir allan prentiðnaðinn, og verða námssviðin fimm: Offset- ljósmyndun, skeyting/plötugerð, setning, prent- un og bókband. Innan þeirra eru hins vegar margar sérgreinar. Eftir breytinguna verður nám- ið víðtækara en áður, en námstíminn lengist ekki. Hann verður áfram þrjú ár. Þvf var talið nauðsynlegt að efla framhaldsnám- ið mjög mikið svo menn gætu haldið áfram að viða að sér verkmenntun að loknu sveinsprófinu. Til þess að standa undir kostnaðinum af framhalds- menntuninni, var stofnaður nýr sjóður, og i hann leggja atvinnurekciulur 2 (n.) kr. á viku, pr. slarfsmann, 50 aurar á viku koma frá hverjum launþega í prentiðnaði, og auk þess greiðir hvert fyrirtæki vikulega 1,50 í sjóðinn. Norðurlandablöðin kaupa lestrartæki Langás endaði sína skýrslu á því að gcta nýjustu fréttanna úr prentiðnaðinum í Noregi: Nokkruin dögum áður en við lögðum upp f íslandsferðina, sagði hann, áttum við fund með atvinnurekendum og forsvarsmönnum dagblaðsins Verdens Gang í Osló. Blaðið hafði þá fyrir stuttu keypt lesara af geiðinni Compuscan 172, scm „les" vélrituð handrit og framleiðir gataræmur fyrir setn- ingarvélarnar. Við vissum, sagði Langás, að Berlingske Tidende f Kaupmannahöfn, Sydsvenska Dagbladet og fyrir- tæki eitt í Stokkhólmi hafði áður fest kaup á svip- uðum vélum. Nú vildu eigendur Verdens Gang ná samningum um lesarann. Við settum það skilyrði, að einungis iðnlært fólk og félagar í NTF ynnu við þetta nýja tæki, og var gengið frá bráðabirgða- lausn, þar sem Verdens Gang gaf tveimur setjurum við blaðið kost á starfinu. Endanlegt samkomulag verður væntanlega gert við næstu kjarasamninga. Langás gat þess einnig að lesarinn yrði ekki ein- vörðungu notaður við setningu blaðsins, heldur líka við margvísleg skrifstofustörf. Louis Andersen upplýsti að danska blaðið Poli- tiken væri líka að fá lesara og dagblöðin utan Kaupmannahafnar hcfðu hug á að fylgja á eftir. Dagens Nyheter f Stokkhólmi fær lesara f sína prentsmiðju nú um áramótin. Sænskir bókagerðarmenn mynda eitt samband Aldcrin, formaður sænska prentarasambandsins, sagði, að 1971 hefðu samningaviðræðurnar við prentsmiðjueigendur tekið 8 mánuði og lokið með þriggja ára kaup- og kjarasamningi. Samkvæmt honum fá prentarar launahækkanir í áföngum á samningstímanum og kvað Alderin þær að minnsta kosli jafn miklar og hjá öðrum iðnstéttum. Hann skýrði frá því að f Svíþjóð væri nú verið að gera könnun eða spá um breytingar sem verða muni f prentiðnaðinum á næstu 10—15 árum og taldi að sú áætlun gæti orðið prentarasamband- inu að góðu liði. 44 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.