Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 27
Landskoðunarferðin til Alaska 1874
Eftir Rögnv. Pétursson.
Nú eru senn liðin 65 ár frá hing-
aÖkomu hinna fyrstu íslenzku inn-
flytjenda. Tíminn hefir liði'S. Það
tekur því óðum að fyrnast yfir
margt það, sem gjörðist á þessum
fyrstu árum, sem eðlilegt er. Hin-
ir gömlu eru fallnir frá, 'komnir
undir græna torfu. Innflutninga
tímabilinu í sögu álfunnar er lokið
—því lauk árið 1914—og það kem-
ur ekld aftur. Þó svo eigi að heita
sem að megin atburðir hinna liðnu
ára séu eim ferskir í hugum
manna, þá er þó ýmislegt, þeim að-
lútandi, sem orðið er að óljósum
minning'um, er eyðast munu og
týnast með líðandi tíð og hverf-
andi kynslóðum.
Sumt er með öllu gleymt.
Þó 65 ár geti eigi talist langur
tími, í sjálfri veraldarsögunni, þá
hefir þó svo margt gjörst á þessum
liðnu árum—breytingar svo snögg-
ar og tíðar—að sem næst má segja
að þessi ár þenji sig yfir langt
tímabil í sögu hinna liérlendu
þjóða, ef borin eru saman við það,
sem áður var. Allar hinar meiri-
háttar framfarir, er síðar liafa
komið í ljós, fóru, við byrjun þessa
tímabils, þá fyrst að gjöra vart
við sig; svo sem síminn, hagnýting
raforku, hraðvinsluvélar til jarð-
yrkju og iðnreksturs, samgöngu-
tæki af ýmsu tagi, hraðlestir o. fl.
Fyrstu 15 til 20 árin framan af
þessu tímabili eru því í raun réttri
sann-nefnd fornöld í sög-u þjóðar
vorrar liér í landi. Sennilega hafa
eigi stórum meiri ibreytingar
gjörst í lífi margra þjóða á síðast-
liðnum þúsund árum, en hér hafa
orðið á þessum rúma mannsaldri,
eða síðan 1874. En eins og allir
vita, eru það slíkar og þvílíkar
breytingar, sem, öllu fremur en
aldir og aldaraðir, aðgreina tíma-
'bilin í sögu mannkynsins.
Þegar þessa er gætt, þá er það
næsta eðlilegt að ýmsar ætlanir og’
ákvarðanir hafi gleymst, eða að
engu orðið, á byltinga árunum,
sem á eftir komu. Engir gátu sagt
fyrir hið óorðna, eða hagað verk-
um sínum eftir því.
Því er svo varið með þessa forn-
öld vora, jafnt sem hinar aðrar
fornaldir, að ætlanir hennar, at-
hafnir og viðfangsefni, voru að
mestu eða öllu leyti háð aðstöðu
og anda þeirrar tíðar, og hlutu því
að herast burt með straumi tím-
ans. Þau voru áþekk veðurfari
liinna fornu sumardaga—lík skýj-
unum, er hinn sterki sólarhiti lyfti
upp af þjakaðri jörðunni. Um
hádegisbilið reikuðu þau um him-
inhvolfið, færðust svo fyrir kveld-
blænum út að takmörkum sjón-
deildarliringsins—oftast í vestur-
átt—drógust þar saman í fannhvít
risavaxin fjöll, er stöðugt breyttu
litum með ljósaskiftunum, unz þau
að lokum urðu ósýnileg,—hurfu út
í heiðbláma næturinnar. Um stund-
arsakir, framan af kveldinu, mátti
greina þau. Leiftrin, er með ómæl-
anlegum hraða fossa niður þessar
fjalla'hlíðar, gáfu til kynna hvar
þau voru og—hvert þau fóru. En
svo leið á nóttina. Eldarnir dóu,
ljósin slökknuðu, fjöllin hurfu.