Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 27
Landskoðunarferðin til Alaska 1874 Eftir Rögnv. Pétursson. Nú eru senn liðin 65 ár frá hing- aÖkomu hinna fyrstu íslenzku inn- flytjenda. Tíminn hefir liði'S. Það tekur því óðum að fyrnast yfir margt það, sem gjörðist á þessum fyrstu árum, sem eðlilegt er. Hin- ir gömlu eru fallnir frá, 'komnir undir græna torfu. Innflutninga tímabilinu í sögu álfunnar er lokið —því lauk árið 1914—og það kem- ur ekld aftur. Þó svo eigi að heita sem að megin atburðir hinna liðnu ára séu eim ferskir í hugum manna, þá er þó ýmislegt, þeim að- lútandi, sem orðið er að óljósum minning'um, er eyðast munu og týnast með líðandi tíð og hverf- andi kynslóðum. Sumt er með öllu gleymt. Þó 65 ár geti eigi talist langur tími, í sjálfri veraldarsögunni, þá hefir þó svo margt gjörst á þessum liðnu árum—breytingar svo snögg- ar og tíðar—að sem næst má segja að þessi ár þenji sig yfir langt tímabil í sögu hinna liérlendu þjóða, ef borin eru saman við það, sem áður var. Allar hinar meiri- háttar framfarir, er síðar liafa komið í ljós, fóru, við byrjun þessa tímabils, þá fyrst að gjöra vart við sig; svo sem síminn, hagnýting raforku, hraðvinsluvélar til jarð- yrkju og iðnreksturs, samgöngu- tæki af ýmsu tagi, hraðlestir o. fl. Fyrstu 15 til 20 árin framan af þessu tímabili eru því í raun réttri sann-nefnd fornöld í sög-u þjóðar vorrar liér í landi. Sennilega hafa eigi stórum meiri ibreytingar gjörst í lífi margra þjóða á síðast- liðnum þúsund árum, en hér hafa orðið á þessum rúma mannsaldri, eða síðan 1874. En eins og allir vita, eru það slíkar og þvílíkar breytingar, sem, öllu fremur en aldir og aldaraðir, aðgreina tíma- 'bilin í sögu mannkynsins. Þegar þessa er gætt, þá er það næsta eðlilegt að ýmsar ætlanir og’ ákvarðanir hafi gleymst, eða að engu orðið, á byltinga árunum, sem á eftir komu. Engir gátu sagt fyrir hið óorðna, eða hagað verk- um sínum eftir því. Því er svo varið með þessa forn- öld vora, jafnt sem hinar aðrar fornaldir, að ætlanir hennar, at- hafnir og viðfangsefni, voru að mestu eða öllu leyti háð aðstöðu og anda þeirrar tíðar, og hlutu því að herast burt með straumi tím- ans. Þau voru áþekk veðurfari liinna fornu sumardaga—lík skýj- unum, er hinn sterki sólarhiti lyfti upp af þjakaðri jörðunni. Um hádegisbilið reikuðu þau um him- inhvolfið, færðust svo fyrir kveld- blænum út að takmörkum sjón- deildarliringsins—oftast í vestur- átt—drógust þar saman í fannhvít risavaxin fjöll, er stöðugt breyttu litum með ljósaskiftunum, unz þau að lokum urðu ósýnileg,—hurfu út í heiðbláma næturinnar. Um stund- arsakir, framan af kveldinu, mátti greina þau. Leiftrin, er með ómæl- anlegum hraða fossa niður þessar fjalla'hlíðar, gáfu til kynna hvar þau voru og—hvert þau fóru. En svo leið á nóttina. Eldarnir dóu, ljósin slökknuðu, fjöllin hurfu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.