Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 121
Eitt orð úr máli mcmnshjartans
103
gat notað þessi venjulegu orð um
ranglæti í heiminum, um fátækl-
inga, sem ekld gætu komist áfram
fyrir skorti; um hneysu fyrir þjóð-
félagið, en liann gerði það ekki,
því að hann fann, að þau svöruðu
ekki að öllu leyti til þess, sem hann
hugsaði. En tilfinning hans sagði
honum, að hér væri ekki alt með
feldu.
“Karl, horfðu ekki svona. Eg
verð hrædd við þig, ’ ’ sagði konan
hans. En presturinn svaraði ekki
með neinni byltingaræðu. Hann
leit upp aftur og lét höfuðið hníga
að barmi konunnar sinnar.
“Hvernig getur þetta komið þér
í geðshræringu f ’ ’ spurði hún og
liorfði beint framan í hann með
þessu djúpa, máttuga, en þó barns-
lega tilliti, sem gerði hana alt af
svo einkennilega móðurlega í aug-
um hans. Hann undraðist það
stundum, presturinn, að það var
eins og konunni lians fyndust all-
ar brautir beinar, þar sem liann
hafði ekki hugmynd um, hvert
halda skyldi.
“Finst þér þetta ekki fallega
gert af Stínu að reyna að hjálpa
kærastanum sínum áfram, eftir
því sem í hennar valdi stendur! ’ ’
Hann gat ekki annað en játað,
eindregdð og afdráttarlaust. Svo
kom Stína inn rétt á eftir. Þá var
presturinn búinn að ná sér; hann
óskaði hénni glaðlega til hamingju
með trúlofunina og sagði, að henni
væri alveg’ óliætt að leita til sín;
hann lét peningana 'hennar innan í
um-slag og án þess að mikið bæri
á, bætti ihann við einhverju, sem
konan hans stakk í lófa hans.
Stína sat á legubekknum, ham-
ingjusöm og feimin, hún liorfði
ekki framan í prestinn, meðan
hann talaði við hana, en þegar
hann byrgði sig niður til að skrifa
utan á umslagið, fann hann að hún
horfði á hann stórum, skærum og
einlægum augum, sem störðu inn í
huga hans, án þess þó að finna
nokkurn skapaðan hlut, eins og
þegar menn horfa út í heiðan sjón-
deildarhringinn. Hún Stína virt-
ist ekki hafa tilkomumikið andlit;
það var fölt og frekar þreytulegt,
en svipurinn um munninn, þegar
hún talaði, gaf til kynna, að það,
sem einu sinni hefði sigrað í sál
þessarar ungu stúlku, yrði ekki
þokað burtu í einu vetfangi. Hún
imgsaði beint -og brotalaust og það
leit út fyrir, að liún segði og' fram-
kvæmdi baráttulaust það, sem hún
hugsaði. Presturinn virti hana
fyrir sér, þegar hún stóð upp og
vafði að sér brúnni, gamalli kápu
með þvældum kraga; liún kvaddi
með feginleik í röddinni, en talaði
lágt, eins -og hún óttaðist að leynd-
armál hennar síaðist út um vegg-
ina og út í þorpið, sem sogar í sig
eins og svampur alt, sem drýpur
úr huga mannanna.
Stína brosti rólegu brosi um
leið og liún lokaði dyrunum á eftir
sér.—
Séra Karl sat í myrkrinu og hélt
í hendina á konunni sinni. Hugir
þeirra töluðust við í þögn rökk-
ursins, en ekkert orð var sagt upp.
hátt.
Presturinn liandlók ósjálfrátt
pennaskaftið, sem lá fyrir framan
hann á borðinu. Hann hafði skrif-
að utan á mörg bréf hr. stud. art.
Ólafur Runólfsson, Latínuskólan-
um Reykjavík. Innan í þeim voru
peningar, sem látnir höfðu verið í