Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 30
12
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
Eftir nokkra dvöl í bænum sneri
Torfi heimleiðis og bom ekki vest-
ur aftur. Eiftir þeim lýsingum, er
menn fengu af frásögn hans mun
til tals hafa komið að leitast skyldi
fyrir á þessum slóðum með ný-
lendustaiði, þar sem hann hafði
farið um.
Þetta sumar voru ýmsar ferðir
farnar út frá þeim stöðvum þar
sem búið var á, til nærliggjandi
héraða bæði í atvinnuleit og til
landskoðunar. Þá fluttu sig nokkr-
ar fjöldskyldur, að sumu leyti fyrir
áeggjan séra Páls Þorlákssonar,
norður til liins svonefnda Shawano
héraðs í Wisconsin-ríki og settust
þar að sem bændur, inn á meðal
Norðmanna. Hérað þetta er um
150 mílur norður af Mihvaukee og
all-langt upp frá Michigan-vatni.
Skógur var þar mikill en landkost-
ir léttir. E(kki gazt mönnum að
þessu svæði né hinnm öðrum, er
þeir höfðu skoðað. Voru ýmsir
annmarkar á þeim öllum, er eigi
þóttu viðunandi, þegar um varan-
legan framtíðarbústað var að
ræða. Hið sama var að segja nm
þá er dvöldu norðan landamær-
anna í Canada, að eigi gazt þeim
að þeim svæðum, er í grend voru
við dvalarstaði þeirra.
Þó ferðir þessar bæru lítinn
árangur urðu þær þó til þess, að
það skýrðist fyrir mönnum hvers
konar land þeir þyrftu helzt að
velja sér til framtíðar bústaðar.
Það var ekki nóg að finna einhvern
stað, staðurinn þurfti að vera. snið-
inn eftir þörfum Islendinga
sjálfra. Hann þurfti einnig að
vera laus við þá galla, sem orðið
liöfðu því valdandi að fólk sleit sig
upp af ættjörðinni og flutti í fjar-
lægt land. Hann þurfti að láta
það til, að fólk gæti stundað liinar
sömu atvinnugreinar og það liafði
vanist. “Hverjir voru þeir ókost-
ir, er ýtt höfðu mönnum á stað til
vesturferða !” var þá tíðum spurt,
og svarið var undantekningar lítið
þetta: ‘ ‘ Ófrjáls stjórn, óblíð veðr-
átta, ófrjósemi landsins og von um
betri afkomu.” Staðurinn þurfti
að vera laus við alla þessa ókosti;
en liann þurfti líka að geta veitt
fólki hin sömu fríðindi og landið,
sem það hafði yfirgefið, og þó öllu
meiri.
Til er greinargerð frá þessum
tíma, rituð rúmu ári síðar en þetta
var, er taka mun fram nokkurnveg-
inn einróma álit meg'in þorrans á
því hvaða kostum nýlendan verði
að vera búin svo vel sé og við megi
una. Styðst álit þetta áreiðanlega
við þá reynslu, sem menn voru
búnir að fá af 'búskap og 'bjarg-
ræðisvegum hér eftir hina stuttu
dvöl sína í landinu. Þó greinar-
gjörð þessi birtist í sérstöku riti,
er hélt fram álrveðnu nýlendustæði,
þá mun hún samt í öllum höfuð
atriðum mega skoðast sem berg-
mál þeirra hugsana er í ljós voru
látnar hjá megin hluta fólks. Hug-
sjónin og takmarkið um þessar
mundir var: ein nýlenda fyrir alla,
er tekið gæti á móti öllum, er síðar
kæmu; nýlendu svæðið væri algjör-
lega sett til síðu fyrir Islendinga,
svo að þeir réðu þar lofum og lög-
um, gætu haldið þar við máli og
menning'u, þjóðerni og þjóðar sið-
um; annað Island í nýrri heims-
álfu þar sem þjóðin gæti náð þeim
vexti og viðgangi undir frjálsri
stjórnarskipun, sem henni var
meinað heima á ættjörðunni.