Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 38
20
Tímarit Þjóðrœlmisfélags Islendinga
um þi'jár vikur nyrðra og' skoða
Ivodiak eyju, Cook’s fjörð og' Aleu-
tian skagann; til þess að komast að
vissu um livort treysta megi lýs-
ing-u Dalls. Bænaskráin er dagsett
2. ágúst sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Strax og sendinefndin fékk þá
tilkynningu að beiðni hennar um
flutning ogi ferðastyrk væri veitt,
fór hún að týgja sig til ferðar.
Lögðu þeir félagar af stað frá Mil-
waukee 30. ág'úst og fóru sem leið
lá þá, fyrst til Chicago, en svo það-
an til Omaha, Ogden og’ San Fran-
cisco. Tók ferðalag þetta 10 daga,
en 24 daga voru þeir í liafi, frá
San Francisco, þangað til þeir
sáu land og viku 'betur unz lent var
við Fort Nicholas í Oook’s flóa.
Alla þessa leið má nú fara, yfir
land og sjó, á rúmri viku.
í skýrslu, sem þeir félagar
sömdu um þessa ferð sína og til er
á prenti (í ritinu “Alaska,” er áð-
ur er nefnt) fer ekkert talað um
sjálft ferðalag'ið, en lýsing á því
myndi gefa all-greinilega hugmvnd
um hvernig samgöngur voru á
þessum árum, þó beztu skilyrða
nyti við. Með því að ekki mun neitt
vera til á prenti um sjálfa ferðina,
en til er handrit, er lienni lýsir, á
vel við að það sé birt hér. Er hand-
rit þetta dagbók, er Jón Ólafsson,
foringi fararinnar, hélt frá því far-
ið var frá Mihvaukee og hann kom
til baka aftur. Er í dagbók þessari
ýmiskonar annar fró'ðleikur. Til
fvrirgreiðslu þessarar farar gjör-
ir hann ferð til New York fyrr um
sumarið til þess að leita aðstoðar
Mr. Niles. Getur hann um hvaða
menn hann liitti þar og hvað hann
hafðist að þann tíma er haíin
dvaldi í borginni. A bakaleið fer
hann um í Níagara. Sér hann þá
hinn nafnkunna Níagara-foss í
fyrsta skifti. Eir í bókinni blýants
uppkast að kvæði hans ‘‘Níagara,”
er liann orti um fossinn. 1 kaflan-
um um vesturferðina er fyrsta
uppkast að kvæðinu “Á Síerra
Nevada,” “Eimreiðin” og tveim-
ur vísunum “Á sjó” (‘‘um nótt”
og “um kvöld”). Er síðari vísan
þar á tvo vegn, — og er seinni
mynd hennar þannig, sú, er ekki
liefir verið prentuð:
“Það mér yndi löngum ljær
Lög um nótt að skoða,
Þegar loga leiptur skær
Ljóma í hverjum boða.”
Auk þess sem dagbókin varpar
ljósi yfir ferðalagið, gefur hún
nokkra liugmynd um stórborgir
Bandaríkjanna á þessum tíma, þó
eigi lýsi hún þeim ákveðið. Fyrri
liluti dagbókarinnar er ritaður á
ensku, síðari hlutinn á íslenzku.
Er því fylgt hér óbreytt, að öðru
leyti en stafsetningu, sem á stökum
stöðum er vikið við.
VASABÓKIN
1874
July 10:—Friday night I left Milwau-
kee and went on board the Steamer for
Grand Haven where I arrived Saturday
mórning.
July 11:—And left there at 8 o’clock
a.m. for Detroit, where I arrived at-
c’clock in the afternoon. Went then
over the River and got the Gr. W. R.R.
Train traveling the whole night I ar-
rived
July 12:—Sunday morning at Clifton,
where I changed cars, and took The
Erie R.R. and arrived at Buffalo at 7
o’clock a.m., where I had to wait (on
account of it being Sunday) until 5
o’clock p.m. We then left Buffalo and